Undirbúa dómsmál vegna kaupanna 3. mars 2005 00:01 Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá því í dag að margir smærri hluthafar Magasín telja að fyrrverandi stjórn fyrirtækisins hafi brotið lög og haldið upplýsingum leyndum fyrir hluthöfum þegar hún ákvað að selja íslenska fyrirtækinu M-holding, sem er að stórum hlut í eigu Baugs, meirihlutann í verslanakeðjunni. Hluthafarnir fimmtán sem ætla í mál við stjórnina fyrrverandi segja að söluverð hvers hlutar hafi verið alltof lágt. Á aðalfundi Magasín í fyrradag var samþykkt að skylda eldri hluthafa til að selja Íslendingunum hlut sinn. Margir þeirra eru því hins vegar andsnúnir þar sem þeir telja að andvirði hvers hlutar sé að minnsta kosti tvisvar sinnum verðmeira en verðið sem á að skikka þá til að selja á. Þeir byggja það meðal annars á því að verulegur hagnaður hafi orðið af sölu Magasín á fasteignum fyrirtækisins við Kóngsins Nýtorg í Kaupmannahöfn, en að þeim upplýsingum hafi verið leynt fyrir hinum smærri hluthöfum. Sá hagnaður einn og sér eigi að auka andvirði hvers hlutar. Samtök fjárfesta, sem eru 13 þúsunda manna samtök hlutafjáreigenda, telja viðskipti fyrrverandi stjórnar og íslensku fjárfestanna ólögleg þar sem ekki hafi allir setið við sama borð. Samtökin bíða nú viðbragða allra smærri hluthafa Magasíns og reikna með að reka málið fyrir þeirra hönd fyrir dómstólum. Lögmaður íslensku fjárfestanna segir málið orðum aukið en formaður samtaka fjárfesta, Claus W. Silfverberg, er á öðru máli. Hann segist sannfærður um að málstaður hluthafanna sé góður og bætir við, í samtali við Berlingske Tidende, að það sé einfaldlega ekki hægt að ganga að hlutum fólks og stela þeim. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira
Samtök fjárfesta í Danmörku undirbúa dómsmál gegn fyrrverandi stjórn verslanakeðjunnar Magasin du Nord þar sem þau telja að smærri hluthafar félagsins hafi verið hlunnfarnir þegar nokkrir Íslendingar undir forystu Baugs keyptu meirihluta keðjunnar. Danska dagblaðið Berlingske Tidende greinir frá því í dag að margir smærri hluthafar Magasín telja að fyrrverandi stjórn fyrirtækisins hafi brotið lög og haldið upplýsingum leyndum fyrir hluthöfum þegar hún ákvað að selja íslenska fyrirtækinu M-holding, sem er að stórum hlut í eigu Baugs, meirihlutann í verslanakeðjunni. Hluthafarnir fimmtán sem ætla í mál við stjórnina fyrrverandi segja að söluverð hvers hlutar hafi verið alltof lágt. Á aðalfundi Magasín í fyrradag var samþykkt að skylda eldri hluthafa til að selja Íslendingunum hlut sinn. Margir þeirra eru því hins vegar andsnúnir þar sem þeir telja að andvirði hvers hlutar sé að minnsta kosti tvisvar sinnum verðmeira en verðið sem á að skikka þá til að selja á. Þeir byggja það meðal annars á því að verulegur hagnaður hafi orðið af sölu Magasín á fasteignum fyrirtækisins við Kóngsins Nýtorg í Kaupmannahöfn, en að þeim upplýsingum hafi verið leynt fyrir hinum smærri hluthöfum. Sá hagnaður einn og sér eigi að auka andvirði hvers hlutar. Samtök fjárfesta, sem eru 13 þúsunda manna samtök hlutafjáreigenda, telja viðskipti fyrrverandi stjórnar og íslensku fjárfestanna ólögleg þar sem ekki hafi allir setið við sama borð. Samtökin bíða nú viðbragða allra smærri hluthafa Magasíns og reikna með að reka málið fyrir þeirra hönd fyrir dómstólum. Lögmaður íslensku fjárfestanna segir málið orðum aukið en formaður samtaka fjárfesta, Claus W. Silfverberg, er á öðru máli. Hann segist sannfærður um að málstaður hluthafanna sé góður og bætir við, í samtali við Berlingske Tidende, að það sé einfaldlega ekki hægt að ganga að hlutum fólks og stela þeim.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Gengi Alvotech hrynur Viðskipti innlent Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Viðskipti innlent Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Viðskipti innlent „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ Viðskipti innlent „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Viðskipti innlent 25 sagt upp í fiskvinnslu Viðskipti innlent „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Viðskipti innlent Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Viðskipti innlent Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Sjá meira