Íslenskir dómstólar hlíti EFTA 2. mars 2005 00:01 Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira
Þrjú frumvörp um breytingu á samkeppnislögum voru lögð fram á Alþingi í gær og mun Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, mæla fyrir þeim á þriðjudag. Þetta er helmingurinn af þeim frumvörpum sem lögð verða fyrir Alþingi í kjölfar vinnu nefndar um íslenskt viðskiptaumhverfi. Hin frumvörpin eru breytingar á hlutafélagalögum og einkahlutafélagalögum og eru enn í vinnslu. Meðal þeirra tilskipana sem teknar hafa verið upp í lögunum er ákvæði sem segir að samkeppnisyfirvöldum á Íslandi, eða íslenskum dómstólum, sé ekki heimilt að taka ákvörðun sem gangi gegn ákvörðun sem Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur samþykkt. "Þetta þýðir að íslenskur dómstóll má ekki kveða upp úrskurð í samkeppnismáli sem er í andstöðu við niðurstöðu við ESA ef það varðar Evrópska efnahagssvæðið," segir Valgerður. "Við höfum látið fara fram mikla athugun á því hvort þetta ákvæði brjóti í bága við stjórnarskrána, en samkvæmt áliti Davíðs Þórs Björgvinssonar gerir ákvæðið það ekki," segir hún. "Róttækustu breytingarnar í frumvarpinu varða skipulag samkeppnisyfirvalda. Sjálfstæði stofnunarinnar eykst þannig að forstjóri hennar heyrir ekki beint undir ráðherra, eins og fyrirkomulagið er nú með forstjóra Samkeppnisstofnunar. Einnig verður skerpt á neytendamálum," segir Valgerður. Hún segir ekki síst síst mikilvægt að mjög auknu fjármagni verði úthlutað til samkeppnismála. Á þessu ári og næsta bætist 60 milljónir við þær 150 milljónir sem nú er úthlutað til þessa málaflokks. "Þetta sýnir vilja stjórnvalda til þess að auka svigrúm samkeppnisyfirvalda til að standa sig í þessu mjög mikilvæga starfi, sem er að fylgjast með markaðnum," segir Valgerður. Við smíði frumvarpanna kom fram nokkur gagnrýni um ákvæði í hinum nýju lögum sem gerir samkeppnisyfirvöldum mögulegt að hafa afskipti af skipulagi fyrirtækja þegar þau hafa brotið af sér ítrekað. Valgerður segir gagnrýnina á misskilningi byggða. "Sumir hafa talið að hægt væri að taka einhverjar handahófskenndar ákvarðanir um það að fara að skipta upp fyrirtæki, sem er alls ekki. Það er ekki fyrr en allar aðrar leiðir hafa í raun þrotið að til slíks yrði gripið. Mjög strangar reglur gilda um markaðsráðandi fyrirtæki. Þau mega ekki misnota markaðsráðandi stöðu en ef þau gera það ítrekað er þessi möguleiki fyrir hendi í lögum," segir Valgerður. Hún bendir jafnframt á að ákvæðið sé í samræmi við það sem er innan Evrópusambandsins, í Noregi og hjá mörgum Evrópuríkjum. "Hins vegar bar okkur ekki skylda til að setja þetta ákvæði inn í íslensk lög en töldum rétt að gera það," segir hún.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Viðskipti Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Innlent Fleiri fréttir Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Sjá meira