Er aðild að ESB komin á dagskrá? Guðmundur Magnússon skrifar 28. febrúar 2005 00:01 Framsóknarmenn eru í kastljósi fjölmiðla og í brennidepli þjóðfélagsumræðunnar í kjölfar flokksþingsins um helgina. Fyrir þingið sýndist flokkurinn loga stafna á milli og spáð var hressilegum átökum um menn og málefni sem verið höfðu í sviðsljósinu undanfarnar vikur og mánuði. En óvænt atburðarás olli því að þessi gömlu "leiðindamál" flokksins gleymdust að mestu og umræður á þinginu snerust um svokölluð Evrópumál í kjölfar tillögu þar sem hvatt var til þess að þegar á þessu kjörtímabili væri hafinn undirbúningur að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þessi tillaga olli miklu írafári enda eru í röðum framsóknarmanna margir eindregnir andstæðingar aðildar þar á meðal Steingrímur Hermannsson fyrrverandi flokksformaður. Niðurstaðan varð sú að gerðar voru miklar breytingar á upphaflegu tillögunni og málamiðlun náðist um eftirfarandi ályktun:"Mikilvægt er að íslenska þjóðin sé upplýst um kosti og galla aðildar að EES-samningnum á hverjum tíma. Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúnings hugsanlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing - til kynningar. Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði". Framsóknarmenn skilja þetta orðalag á mismunandi hátt. Formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, talar um tímamótasamþykkt því í fyrsta sinn hafi aðild að ESB verið sett á blað í ályktun frá Framsóknarflokknum. Andstæðingar ESB í flokknum telja hins vegar að allt loft sé úr upphaflegu hugmyndinni. Þeir benda á að það sé fyrst og fremst gagnasöfnun sem ályktað sé um og að gögnin eigi að leggja fyrir næsta flokksþing til kynningar en ekki afgreiðslu. Langur vegur sé því frá því að Framsóknarflokkurinn sé kominn með aðild að ESB á dagskrá sína. En telja verður að túlkun flokksformannsins hafi mest vægi í þessu sambandi því það er hún sem ræður því hvernig flokkurinn mun vinna úr málinu bæði fyrir næsta flokksþing, í viðræðum við aðra flokka og í kosningabaráttu. Margt bendir til þess að Halldór sjái ályktunina sem lið í að byggja brú yfir til Samfylkingarinnar. Hann sjái fyrir sér samstjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar eftir næstu þingkosningar. Verður forvitnilegt að sjá hvernig Sjálftsæðisflokkurinn bregst við því. Eðlilega er spurt: Mun málið hafa áhrif á stjórnarsamstarfið? Vafalaust ekki samstundis en ekki er ólíklegt að sjálfstæðismenn muni á næstunni íhuga leiðir til að svara þessu útspili Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Það er ekki spennandi tilhugsun fyrir þá að hafa afhent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherraembættið til þess eins að hann geti undirbúið sig undir stjórn með Samfylkingunni sem hefði það á stefnuskrá sinni að hrinda í framkvæmd því máli sem Sjálfstæðisflokkurinn er mest á móti. Davíð Oddsson hefur ekki verið geðlaus maður fram að þessu og ólíklegt verður að telja hann láti þessa framvindu mála afskiptalausa. En hvað segja fulltrúar samtakanna sem berjast með og á móti aðild að ESB um ályktun Framsóknarflokksins. Skoðanir á Vísi leituðu til Evrópusamtakanna og Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum til að forvitnast um hvort samtökin teldu ályktunina setja Evrópumálin á dagskrá íslenskra stjórnmála. Í svari frá fyrrnefndu samtökunum segir:Evrópusamtökin telja að öll umræða um stöðu Íslands innan Evrópu og tengsl landsins við Evrópusambandið sé nauðsynleg og af hinu góða.Samtökin telja að málið hafi í rauninni legið of mikið í þagnargildi í mörg ár miðað við mikilvægi þess fyrir framtíðarhagsmuni þjóðarinnar.Evrópusamtökin hljóta að taka mið af því að á flokksþingi Framsóknarflokksins var tekist á fyrir opnum tjöldum um spurninguna um aðild Íslands að ESB. Í rauninni kom niðurstaðan ekki á óvart, löngum hefur verið vitað að afstaðan innan flokksins til málsins er mjög mismunandi. Það hlýtur þó að standa upp úr að hreyfing málsins innan flokksins var greinilega í áttina til aðildar að ESB, skref sem við teljum óhjávæmilegt og einungis tímaspursmál hvenæar við við þurfum að taka til fulls. Í svari frá Heimssýn segir:"Ekki verður séð að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um síðustu helgi hafi markað einhver kaflaskil í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stuðningsmenn aðildar að sambandinu á flokksþinginu gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá aðildarviðræður settar á dagskrá en urðu að lokum að gefa eftir eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar. Niðurstaða flokksþingsins er að málið verði áfram skoðað innan Framsóknarflokksins eins og verið hefur hingað til, þ.á.m. möguleg samningsmarkmið Íslands í hugsanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið sem e.t.v. gæti komið til einhvern tímann í framtíðinni. M.ö.o. er engu slegið föstu í þeim efnum öðru en að málið verði áfram til skoðunar eins og verið hefur hingað til. Ekki er hægt að sjá að þetta feli í sér meiri nálgun við aðild að Evrópusambandinu en t.a.m. fólst í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um Evrópumálin árið 2003. Reyndar var orðalagið þá að mörgu leyti mun meira afgerandi en raunin er nú, ekki síst með tilliti til vinnu varðandi samningsmarkmið Íslands í hugsanlegum aðildarviðræðum. Annars er óneitanlega athyglisvert að skoða fréttatilkynningu Evrópusamtakanna um málið sem send var út eftir að endanlegar niðurstöður flokksþingsins lágu fyrir. Þar er lýst yfir ánægju með umræðurnar um Evrópumálin á flokksþinginu, en hins vegar ekkert minnst á niðurstöðuna." En hvað segja lesendur á Vísi? Eru forystumenn Framsóknarflokksins að stíga fyrstu skrefin í átt til opinbers stuðnings við aðild að Evrópusambandsins? Markar ályktun flokksþingsins þáttaskil eins og Halldór Ásgrímsson segir? Hvaða áhrif hefur málið á stjórnarsamstarfið? Orðið er laust.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Sjá meira
Framsóknarmenn eru í kastljósi fjölmiðla og í brennidepli þjóðfélagsumræðunnar í kjölfar flokksþingsins um helgina. Fyrir þingið sýndist flokkurinn loga stafna á milli og spáð var hressilegum átökum um menn og málefni sem verið höfðu í sviðsljósinu undanfarnar vikur og mánuði. En óvænt atburðarás olli því að þessi gömlu "leiðindamál" flokksins gleymdust að mestu og umræður á þinginu snerust um svokölluð Evrópumál í kjölfar tillögu þar sem hvatt var til þess að þegar á þessu kjörtímabili væri hafinn undirbúningur að viðræðum um aðild að Evrópusambandinu (ESB). Þessi tillaga olli miklu írafári enda eru í röðum framsóknarmanna margir eindregnir andstæðingar aðildar þar á meðal Steingrímur Hermannsson fyrrverandi flokksformaður. Niðurstaðan varð sú að gerðar voru miklar breytingar á upphaflegu tillögunni og málamiðlun náðist um eftirfarandi ályktun:"Mikilvægt er að íslenska þjóðin sé upplýst um kosti og galla aðildar að EES-samningnum á hverjum tíma. Á vettvangi Framsóknarflokksins skal halda áfram upplýsingaöflun og vinnu við mótun samningsmarkmiða og undirbúnings hugsanlegra aðildarviðræðna við Evrópusambandið. Niðurstöðu þeirrar vinnu skal bera undir næsta flokksþing - til kynningar. Komi til aðildarviðræðna við ESB skulu niðurstöður slíkra viðræðna bornar undir þjóðaratkvæði". Framsóknarmenn skilja þetta orðalag á mismunandi hátt. Formaður flokksins, Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra, talar um tímamótasamþykkt því í fyrsta sinn hafi aðild að ESB verið sett á blað í ályktun frá Framsóknarflokknum. Andstæðingar ESB í flokknum telja hins vegar að allt loft sé úr upphaflegu hugmyndinni. Þeir benda á að það sé fyrst og fremst gagnasöfnun sem ályktað sé um og að gögnin eigi að leggja fyrir næsta flokksþing til kynningar en ekki afgreiðslu. Langur vegur sé því frá því að Framsóknarflokkurinn sé kominn með aðild að ESB á dagskrá sína. En telja verður að túlkun flokksformannsins hafi mest vægi í þessu sambandi því það er hún sem ræður því hvernig flokkurinn mun vinna úr málinu bæði fyrir næsta flokksþing, í viðræðum við aðra flokka og í kosningabaráttu. Margt bendir til þess að Halldór sjái ályktunina sem lið í að byggja brú yfir til Samfylkingarinnar. Hann sjái fyrir sér samstjórn Framsóknarflokks og Samfylkingar eftir næstu þingkosningar. Verður forvitnilegt að sjá hvernig Sjálftsæðisflokkurinn bregst við því. Eðlilega er spurt: Mun málið hafa áhrif á stjórnarsamstarfið? Vafalaust ekki samstundis en ekki er ólíklegt að sjálfstæðismenn muni á næstunni íhuga leiðir til að svara þessu útspili Framsóknarflokksins og forsætisráðherra. Það er ekki spennandi tilhugsun fyrir þá að hafa afhent Halldóri Ásgrímssyni forsætisráðherraembættið til þess eins að hann geti undirbúið sig undir stjórn með Samfylkingunni sem hefði það á stefnuskrá sinni að hrinda í framkvæmd því máli sem Sjálfstæðisflokkurinn er mest á móti. Davíð Oddsson hefur ekki verið geðlaus maður fram að þessu og ólíklegt verður að telja hann láti þessa framvindu mála afskiptalausa. En hvað segja fulltrúar samtakanna sem berjast með og á móti aðild að ESB um ályktun Framsóknarflokksins. Skoðanir á Vísi leituðu til Evrópusamtakanna og Heimssýnar, hreyfingar sjálfstæðissinna í Evrópumálum til að forvitnast um hvort samtökin teldu ályktunina setja Evrópumálin á dagskrá íslenskra stjórnmála. Í svari frá fyrrnefndu samtökunum segir:Evrópusamtökin telja að öll umræða um stöðu Íslands innan Evrópu og tengsl landsins við Evrópusambandið sé nauðsynleg og af hinu góða.Samtökin telja að málið hafi í rauninni legið of mikið í þagnargildi í mörg ár miðað við mikilvægi þess fyrir framtíðarhagsmuni þjóðarinnar.Evrópusamtökin hljóta að taka mið af því að á flokksþingi Framsóknarflokksins var tekist á fyrir opnum tjöldum um spurninguna um aðild Íslands að ESB. Í rauninni kom niðurstaðan ekki á óvart, löngum hefur verið vitað að afstaðan innan flokksins til málsins er mjög mismunandi. Það hlýtur þó að standa upp úr að hreyfing málsins innan flokksins var greinilega í áttina til aðildar að ESB, skref sem við teljum óhjávæmilegt og einungis tímaspursmál hvenæar við við þurfum að taka til fulls. Í svari frá Heimssýn segir:"Ekki verður séð að ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um síðustu helgi hafi markað einhver kaflaskil í umræðunni um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Stuðningsmenn aðildar að sambandinu á flokksþinginu gerðu ítrekaðar tilraunir til að fá aðildarviðræður settar á dagskrá en urðu að lokum að gefa eftir eins og fram hefur komið í fjölmiðlum og víðar. Niðurstaða flokksþingsins er að málið verði áfram skoðað innan Framsóknarflokksins eins og verið hefur hingað til, þ.á.m. möguleg samningsmarkmið Íslands í hugsanlegum aðildarviðræðum við Evrópusambandið sem e.t.v. gæti komið til einhvern tímann í framtíðinni. M.ö.o. er engu slegið föstu í þeim efnum öðru en að málið verði áfram til skoðunar eins og verið hefur hingað til. Ekki er hægt að sjá að þetta feli í sér meiri nálgun við aðild að Evrópusambandinu en t.a.m. fólst í ályktun flokksþings Framsóknarflokksins um Evrópumálin árið 2003. Reyndar var orðalagið þá að mörgu leyti mun meira afgerandi en raunin er nú, ekki síst með tilliti til vinnu varðandi samningsmarkmið Íslands í hugsanlegum aðildarviðræðum. Annars er óneitanlega athyglisvert að skoða fréttatilkynningu Evrópusamtakanna um málið sem send var út eftir að endanlegar niðurstöður flokksþingsins lágu fyrir. Þar er lýst yfir ánægju með umræðurnar um Evrópumálin á flokksþinginu, en hins vegar ekkert minnst á niðurstöðuna." En hvað segja lesendur á Vísi? Eru forystumenn Framsóknarflokksins að stíga fyrstu skrefin í átt til opinbers stuðnings við aðild að Evrópusambandsins? Markar ályktun flokksþingsins þáttaskil eins og Halldór Ásgrímsson segir? Hvaða áhrif hefur málið á stjórnarsamstarfið? Orðið er laust.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun