Víkingar í jakkafötum 27. febrúar 2005 00:01 Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira
Íslenskir kaupsýslumenn og innrás þeirra í breskt viðskipalíf er umfjöllunarefnið í langri grein Lundúnablaðsins Sunday Times í dag og því velt upp hvernig þeir fari að þessu. „Víkingar í jakkafötum“ er titill greinarinnar og þar er fjallað um kaupgleði íslenskra fjárfesta og því velt upp hvernig þeir farið að. Þessir fjárfestar hafi keypt mörg þekktustu nöfn í breska fjármálaheiminum, tísku og verslun, en fyrir tveimur árum hafi enginn heyrt talað um þá. Blaðamaðurinn leggur spurninguna fyrir Ólaf Ragnar Grímsson, forseta Íslands, sem segir enga töfraþulu til hér á landi. Allt sé þetta fremur einfalt og byggist á vinnusiðferði gamla bænda- og sjómannasamfélagsins. Að auki fyrirlíti Íslendingar skrifræði, einblíni á árangur og leggi áherslu á að byggja upp litla en trausta hópa. Að auki hafi hnattvæðingin breytt landslaginu fyrir Íslendinga sem geti nú flutt út helstu nátturuauðlind sína: heilabú. Dominic O'Connell, viðskiptaritstjóri Sunday Times, segir Ólaf líklega hafa hitt naglann á höfuðið með þetta. En O'Connell fjallar einnig um peningana sem eru í umferð og segir þá kjaftasögu ganga að rússagull sé grundvöllur útrásar sumra íslensku fjárfestanna - en tekur fram að ekkert sé hæft í þeim sögusögnum, heldur hafi þeir sem eiga fjárfestingafyrirtækið Samson grætt á að selja Heiniken-brugghús í Rússlandi. Hann nefnir lyfjafyrirtækið Actavis og segir það að líkindum verða skráð á hlutabréfamarkaði í Lundúnum í ár og verði líkast til ein stærsta nýskráningin þar. Flugfyrirtækið Avion vekur einnig athygli greinarhöfundar sem segir að félagið sjái um fimmtán prósent alls sumarleyfisflugs á Bretlandi í ár. Í ferðabransanum mun ganga sú saga, segir í greininni, að Magnús Þorsteinsson í Avion stefni á Bandaríkjamarkað því það gætu verið not fyrir þær flugvélar félagsins sem ekki er þörf fyrir utan háannatímans á sumrin í Evrópu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Viðskipti innlent Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Viðskipti innlent Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Viðskipti innlent Vinnufélagarnir: Kjaftakerlingin, dramadrottningin, sá svartsýni og fleiri Atvinnulíf Ráðinn fjármálastjóri Origo Viðskipti innlent Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Viðskipti innlent Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Viðskipti innlent Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Viðskipti innlent Varað við svörtum eldhúsáhöldum Neytendur Fleiri fréttir Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Slæm staða einkarekinna fjölmiðla kom á óvart Árétta að uppsagnir geti verið liður í framkvæmd samruna Bein útsending: Magnast spennan – Orkuöryggi í breyttu umhverfi Tilnefningar til Íslensku vefverðalaunanna Norræni bankinn fjármagnar þrjú verkefni Heima Nýir eigendur endurreisa Snúruna Ráðinn yfirverkefnastjóri Colas Halldóra Fanney, Auður Erla og Sunna Ösp ráðnar til Samkaupa Sjá meira