Hvað er merkilegt í sjónvarpinu? 17. febrúar 2005 00:01 Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynhildur Björnsdóttir Í brennidepli Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Oft gerast hlutir úti í heimi. Þetta gæti verið málsháttur úr páskaeggi eða úr Dagbók 2005 frá Varmá . Þetta er hinsvegar alveg satt. Og það er líka satt að oft þarf að senda íslenska fréttamenn á staðinn til að lýsa sinni upplifun, sem eflaust sprettur úr þeirra íslenska raunveruleika, af því sem er að gerast þarna úti í heimi. Fréttamenn eru sendir til Írak, á flóðasvæðin í Tælandi og þeir verða að fylgjast með kosningum hér og þar um heiminn í návígi. Það er alveg glatað að nota bara fréttamyndir frá þessum svæðum, nei, við þurfum endilega að sjá Borgþór Arngrímsson í stuttermaskyrtu og sorgmæddan á svipinn með flóð í baksýn eða Ólaf Sigurðsson tuldra alveg jafnóskiljanlega í Washington og á Íslandi um kosningar sem er hægt að fá nákvæmar upplýsingar um frá Reuters. Jón Ársæll verður að fara sjálfur til Írak til að vera Sjálfstætt fólk þó CNN sýni mun greinarbetri fréttir frá stríðshrjáðum svæðum. Fréttir verðurm við að fá frá fyrstu íslensku hendi, enda hljótum við að skilja hörmungar og heimsfréttir svo miklu betur ef þeim er sjónvarpað beint frá átakasvæðinu á íslensku, jafnvel þó þær séu hvorki jafn áreiðanlegar, greinargóðar né skýrar og það sem hægt er að fá með minnstu fyrirhöfn frá erlendum fréttamiðlum. Og þetta er ekki eini vettvangurinn þar sem íslenskt mál skiptir öllu. Fótbolti þarf að vera með texta - það er ómögulegt að fólk geti séð með eigin augum hvað er að gerast í fótboltaleiknum heldur þarf að verja íslenskt mál erlendum áhrifum með því að tala um íþróttina á íslensku eða hafa skjátexta. Er að því kemur að sýna eitthvað sem snýr að daglegu lífi á vinnustað eða í heimahúsi er hinsvegar annað hljóð í strokknum. Þá er ekkert mál að sá raunveruleiki sem við sjáum í sjónvarpinu sé mjög fjarlægur okkar eigin. Við fylgjumst með fólki sem er stað- og tímalaust kljást við vandamál sem eru svo almenn að enginn getur samsamað sig þeim. Það er enginn Íslendingur í miðju settinu að segja okkur hvernig íslenskur lögfræðingur og móðir á fertugsaldri myndi upplifa svipaðar aðstæður. Við þurfum ekkert að sjá venjulegt fólk á Íslandi kljást við fjölskyldu og vini heldur er miklu betra að laga lífið eftir fyrirmyndum frá Bandaríkjunum, fyrirmyndum sem eru búnar til í myndverum og eru eins óraunverulegar fyrir okkur og stríðið í Írak. Þegar íslenska sjónvarpsþætti ber á góma er viðkvæðið iðulega að það sé of dýrt að framleiða þá. Það er hinsvegar ekki of dýrt að senda fréttamann út í heim til að segja fréttir af einhverju sem mun einfaldara og örugglega ódýrara er að nálgast í gegnum alþjóðlega fréttamiðla. Væri ekki nær að verja meira fé til að búa til íslenskt sjónvarpsefni fyrir íslenskan raunveruleika? Sýna fjölskyldulíf Siggu og Daða frekar en Jim Belushi og konunnar hans? Láta tungumálið sem fólk notar til að tala saman um ævi sína og ástir vera íslensku í stað ensku með skjátexta? Sumum finnst kannski að þessi umræða akkúrat núna sé tímaskekkja. Eru ekki þrír nýir leiknir íslenskir sjónvarpsþættir að fara í loftið? Kannski er hún það. Eða kannski er einmitt tíminn til að tala um þessi mál þegar eitthvað er að gerast í þeim. Kannski er ástæða til að hvetja fólk til að horfa á þessa íslensku þætti, gagnrýna þá og lofa það sem vel er gert og taka virkan þátt í að byggja upp sjónvarpsefni fyrir Íslendinga úr okkar raunveruleika. Og hver veit nema slíkt sjónvarpsefni gæti átt erindi við fleiri og jafnvel orðið útflutningsvara ef vel tekst til? Og þá geta Borgþór Arngrímsson og Ólafur Sigurðsson kannski séð íslenskan raunveruleika í sjónvarpinu á hótelinu í útlöndum. Brynhildur Björnsdóttir brynhildurb@frettabladid.is
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar