Losað um völdin Hafliði Helgason skrifar 14. febrúar 2005 00:01 Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Þau tímamót hafa orðið í sögu Háskólasjóðs Eimskipafélagsins að hann mun nú verða venjulegur sjóður sem styrkir starf háskólans til framtíðar. Sjóðurinn óx og dafnaði um langt skeið, en arðurinn af honum varð eftir innan Eimskipafélagsins. Arður sem greiddur var út fór að hluta til Háskóla Íslands, en afgangurinn var notaður til þess að kaupa fleiri bréf í Eimkskipafélaginu. Þeir sem njóta sjóðsins nú þurfa í sjálfu sér ekkert að kvarta undan ávöxtuninni. Verðmæti sjóðsins er á þriðja milljarð króna og til framtíðar er gert ráð fyrir að hann geti greitt út um 100 milljónir króna árlega til rannsóknartengds framhaldsnáms við Háskóla Íslands. Margir telja að það sé tímanna tákn þegar kjölfestueigendur Burðaráss ákváðu að sjóðnum skyldi varið á þennan hátt. Sjóðurinn var um skeið fjórði stærsti hluthafi Eimskipafélagsins sem tryggði að ráðandi öfl á hverjum tíma þurftu sjálf að eiga minna í félaginu sem nam eign sjóðsins í því sjálfu. Það voru nefninlega stjórn félagsins og forstjóri sem réðu sjóðnum. Þannig var hægt að nýta athkvæðaréttinn sem fylgdi eigninni til að styðja meirihlutann í hluthafahópnum hverju sinni. Fyrirhöfn Björgólfsfeðga, að ná til sín Eimskipafélaginu var því talsverð vegna sjóðsins. Það má velta því fyrir sér hvort því hafi ekki fylgt nokkur skemmtun að koma þessari hindrun í að ná völdum í félaginu í nýjan farveg. Farvegurinn nú er klár. Stjórn og forstjóri Burðaráss munu áfram ráð yfir sjóðnum. Honum hefur hins vegar mörkuð sú fjárfestingarstefna að fylgja almennum lögmálum um stjórn slíkra sjóða. Þar með getur hann ekki átt í örfáum félögum, hvað þá einu. Stjórn sjóðsins mun á næstunni selja bréf sjóðsins í Burðarási og fjárfesta í öðrum pappírum í staðinn. Salan mun eflaust taka tíma, því sé selt of hratt skapar það hættu á að gengi bréfa Burðaráss lækki. Framtíðin er sú að sjóðurinn verður vel eignadreifður sjóður sem skilar menntun í landinu árlega drjúgum fjárhæðum. Þannig er draumur stofnenda sjóðsins að verða að veruleika: að sjóðurinn megi verða til eflingar Háskólanum og því merka starfi sem innan hans er unnið. Til þess að snúa til baka til þess að verja völd í Eimskipafélaginu þarf meiri háttar stefnubreytingu sem væntanlega myndi ekki ganga hljóðalaust fyrir sig.Hafliði Helgason haflidi@frettabladid.is
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar