Amnesian mikla 13. febrúar 2005 00:01 Smám saman rifjast 18.mars 2003 upp fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Svartur dagur. Þá urðu smásamtöl milli skrifstofumanna og ráðherra að smásímtali til Bandaríkjanna. Í önn Halldórs þennan dag og lasleika Davíðs fæddist ný utanríkisstefna á Íslandi, ný stoð fyrir eyðileggingarstríð gegn Írökum. Þetta var þó af þeim félögum talið slíkt smámál að ekki var metið til minnismiða, né heldur greindu þeir samherjum sínum frá bralli sínu og símamasi. Svo varð styrjöld. Halldóri minnir að hann hafi aðallega samþykkt stríðsafnot af Keflavíkurvelli - eða var það nokkrum vikum fyrr sem það gerðist? Ennfremur að vilja styðja uppbyggingu í Írak ef til stríðs kæmi,ef þess yrði þá þörf. Með fyrirhöfn rifjar hann upp þann vilja sinn að forseti Íraks færi frá völdum. Annað man Halldór ekki gjörla frá annadeginum 18.mars. Löngu seinna heyrði Halldór um einhvern lista. Listinn var ekki hans mál rifjar Halldór upp. Einhverjir aðrir sömdu listann ! Og settu hann á CNN ! Nokkrum vikum seinna sýndi Davíð þá hreysti að segjast ekki harma þótt Sadam Hussein yrði fyrir kattarnef komið. Þá höfðu Bushdrengir einmitt sett fé til höfuðs forsetanum,honum skyldi náð lifandi eða helst dauðum. Á endanum var kallinn dreginn upp úr holu sinni. Sadam tórir enn, nú í fangaholu. Betur hefði hann orðið að kattarmat samkvæmt ósk Davíðs því mikill vandi er að ákæra og dæma þennan mann. Írak er nú sem kunnugt er löglaust samfélag og því án dómsstóla. Varla sæmir að senda Sadam í hóp götustrákanna,sem pyntaðir eru í löglaust í Guantanamo. Enn er réttarhöldum yfir Sadam nú frestað um ár í voninni að hann drepist. Alls ekki má nefna Alþjóðastríðsglæpadómsstól, stofnun sem Rumsfeld óttast manna mest. Matröð Rumsfelds er að verða þar klefafélagi Sadams og að alþjóðaglæpalög virki. Amnesian er alvarleg því gleymst hefur sjálf veraldardeilan í mars 2003, deilan um það hvort grundvöllur væntanlegar innrásar, gereyðingarvopn og meint hryðjuverkahreiður í Írak væri argasti lygauppspuni eða sannleikur. Aldrei gat líf eða dauði einnar persónu orðið orsök að eyðileggingarstríði sem sýnt var að mundi skaða milljónir manna. En í minningarbrotum Halldórs Ásgrímssonar skín aðeins á eitt þeirra: Sadam Hussein. Þannig ruglar Halldór saman í höfði sér persónulegri hefndarþráhyggju Bushfeðga og því málefni, sem réttlæta átti heilan styrjaldarrekstur gegn fullvalda þróunarlandi. Er þetta nýr minnisruglingur hjá Halldóri Ásgrímssyni eða upphaflegur miskilningur hans? Engir minnismiðar finnast, enginn stafkrókur, ekkert sem hjálpað getur Halldóri. Kveðja: Baldur Andrésson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Silfur Egils Silfur-Bréf Mest lesið D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ertu heimsk, svínka?“ Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Ég trúi á orkuskiptin! Hverju trúir þú? Tinna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Sjá meira
Smám saman rifjast 18.mars 2003 upp fyrir Halldóri Ásgrímssyni. Svartur dagur. Þá urðu smásamtöl milli skrifstofumanna og ráðherra að smásímtali til Bandaríkjanna. Í önn Halldórs þennan dag og lasleika Davíðs fæddist ný utanríkisstefna á Íslandi, ný stoð fyrir eyðileggingarstríð gegn Írökum. Þetta var þó af þeim félögum talið slíkt smámál að ekki var metið til minnismiða, né heldur greindu þeir samherjum sínum frá bralli sínu og símamasi. Svo varð styrjöld. Halldóri minnir að hann hafi aðallega samþykkt stríðsafnot af Keflavíkurvelli - eða var það nokkrum vikum fyrr sem það gerðist? Ennfremur að vilja styðja uppbyggingu í Írak ef til stríðs kæmi,ef þess yrði þá þörf. Með fyrirhöfn rifjar hann upp þann vilja sinn að forseti Íraks færi frá völdum. Annað man Halldór ekki gjörla frá annadeginum 18.mars. Löngu seinna heyrði Halldór um einhvern lista. Listinn var ekki hans mál rifjar Halldór upp. Einhverjir aðrir sömdu listann ! Og settu hann á CNN ! Nokkrum vikum seinna sýndi Davíð þá hreysti að segjast ekki harma þótt Sadam Hussein yrði fyrir kattarnef komið. Þá höfðu Bushdrengir einmitt sett fé til höfuðs forsetanum,honum skyldi náð lifandi eða helst dauðum. Á endanum var kallinn dreginn upp úr holu sinni. Sadam tórir enn, nú í fangaholu. Betur hefði hann orðið að kattarmat samkvæmt ósk Davíðs því mikill vandi er að ákæra og dæma þennan mann. Írak er nú sem kunnugt er löglaust samfélag og því án dómsstóla. Varla sæmir að senda Sadam í hóp götustrákanna,sem pyntaðir eru í löglaust í Guantanamo. Enn er réttarhöldum yfir Sadam nú frestað um ár í voninni að hann drepist. Alls ekki má nefna Alþjóðastríðsglæpadómsstól, stofnun sem Rumsfeld óttast manna mest. Matröð Rumsfelds er að verða þar klefafélagi Sadams og að alþjóðaglæpalög virki. Amnesian er alvarleg því gleymst hefur sjálf veraldardeilan í mars 2003, deilan um það hvort grundvöllur væntanlegar innrásar, gereyðingarvopn og meint hryðjuverkahreiður í Írak væri argasti lygauppspuni eða sannleikur. Aldrei gat líf eða dauði einnar persónu orðið orsök að eyðileggingarstríði sem sýnt var að mundi skaða milljónir manna. En í minningarbrotum Halldórs Ásgrímssonar skín aðeins á eitt þeirra: Sadam Hussein. Þannig ruglar Halldór saman í höfði sér persónulegri hefndarþráhyggju Bushfeðga og því málefni, sem réttlæta átti heilan styrjaldarrekstur gegn fullvalda þróunarlandi. Er þetta nýr minnisruglingur hjá Halldóri Ásgrímssyni eða upphaflegur miskilningur hans? Engir minnismiðar finnast, enginn stafkrókur, ekkert sem hjálpað getur Halldóri. Kveðja: Baldur Andrésson
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir Skoðun