Lögin valda óvissu 1. febrúar 2005 00:01 Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið. Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira
Á annan tug starfsmanna hafa réttarstöðu grunaðra við rannsókn olíumálsins. Helgi Magnús Gunnarsson, lögfræðingur hjá ríkislögreglustjóra, segir embættið þurfa að ákveða að lokinni rannsókn á máli olíufélaganna hvort olíufélögin verði ákærð eða ekki. Hann segir lögin óskýr og unnið sé að breytingum á þeim. Núgildandi lög gera ráð fyrir að samkeppnisyfirvöld rannsaki brot fyrirtækja en lögregla geti bæði rannsakað brot fyrirtækja og einstaklinga. "Samkeppnislögin gera ráð fyrir að fyrirtækjum geti allt eins verið refsað í opinberu máli án þess það hafi áhrif á hvað meðferð málið er búið að fá hjá samkeppnisyfirvöldum," segir Helgi. Lögregla og samkeppnisyfirvöld túlka lögin hvort með sínum hætti. "Vandamálið er að við eigum að vinna eftir lögunum en þau svara þessu ekki á fullnægjandi hátt. Lögin eru gölluð og það þarf að skerpa á reglum um verkaskiptingu á milli lögreglu og samkeppnisyfirvalda," segir Helgi. Helgi segir töluvert þar til lögreglurannsókninni lýkur. Lögregla geti ekki notað það sem haft er eftir starfsmönnum olíufélaganna í skýrslu samkeppnisráðs. Lögreglan þurfi að vinna eftir lögum um meðferð opinberra mála þar sem sumir starfsmannanna geti haft réttarstöðu grunaðra og þurfi þar með ekki að tjá sig frekar en þeir vilji. Einnig er öðruvísi tekið á ósannsögli þeirra sem hafa réttarstöðu grunaðra. "Ef málið hefði strax komið til okkar værum við að vinna frumvinnuna í stað þess að endurtaka vinnu samkeppnisráðs að hluta," segir Helgi. Þess ber einnig að geta að rannsókn samkeppnisyfirvalda rífur ekki fyrningu á meintum brotum einstaklinga heldur eingöngu yfirheyrslur hjá lögreglu. Þegar starfsmenn hættu hjá fyrirtækjunum byrjaði fyrningartími að líða en fyrningatími miðast við síðasta brot. Verði fyrirtæki sakfelld samkvæmt ákæru getur það þýtt fésekt eða missi starfsleyfis fyrir fyrirtækið.
Fréttir Innlent Lög og regla Samráð olíufélaga Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Lýstu yfir hættustigi vegna flugvélar í vanda Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Sjá meira