Hagnaðurinn 11,44 milljarðar 28. janúar 2005 00:01 Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 11.445 milljónum króna eftir skatta sem er 96,1% meiri hagnaður en á árinu 2003. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 1.312 milljónum króna. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 13.689 milljónum sem er 113% aukning frá fyrra ári. Hagnaður samstæðunnar skiptist þannig á milli banka og tryggingafélags að bankinn skilaði 7.855 milljónum króna og tryggingafélagið 3.590 milljónum. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 40,0% en var 30,1% á árinu 2003. Hreinar vaxtatekjur jukust um 30,8% frá fyrra ári og voru 14.439 milljónir. Þetta er talsvert meiri arðsemi eiginfjár en hjá KB banka, sem birti afkomutölur fyrr í vikunni, en þar var hún 22,6%. Hagnaður KB banka nam 15,7 milljörðum þannig að hagnaður þessara tveggja banka nam samanlagt röskum 27 milljörðum, en röskum 23 milljörðum ef hagnaður af tryggingaarmi Íslandsbanka er dreginn frá. Heildareignir námu 675 milljörðum króna 31. desember síðastliðinn og höfðu eignir þá aukist um 52,1% frá áramótum. Heildareignir KredittBanken í árslok námu 36 milljörðum króna. Útlán námu 470 milljörðum króna 31. desember og höfðu aukist um 49,3% á árinu. Heildarútlán KredittBanken í árslok námu 26 milljörðum króna. Innlán námu 156 milljörðum í lok ársins og jukust um 44,5% á árinu. Fjármunir í vörslu námu 254 milljörðum og jukust um 27,9%. Framlag í afskriftareikning útlána nam 3.137 og hækkaði um 9,5% á milli ára. Eigið fé nam 50,3 milljörðum í lok ársins og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,6%, þar af A-hluti 9,4%. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir árið vera enn eitt metárið í sögu bankans. Afkoman hafi aldrei verið betri og hagnaður verið af öllum sviðum bankans sem sýni að undirstöðurnar séu traustar. „Aukin hlutdeild í húsnæðislánum eykur gæði lánasafnsins og samþætting trygginga- og bankaþjónustu hefur skilað árangri. Áhersla sem lögð var á alþjóðlega starfsemi í upphafi ársins gekk eftir og sú staða sem Íslandsbanki hefur náð í Noregi mun auka áhættudreifingu og skapa sóknarfæri á alþjóðavísu. Miklu varðar það traust sem hluthafar sýndu starfsfólki og stefnu bankans með mikilli umframeftirspurn í þremur hlutafjárútboðum bankans þar sem selt var hlutafé fyrir 32 milljarða,“ segir Bjarni í tilkynningu frá bankanum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira
Hagnaður Íslandsbanka á síðasta ári nam 11.445 milljónum króna eftir skatta sem er 96,1% meiri hagnaður en á árinu 2003. Hagnaður á fjórða ársfjórðungi nam 1.312 milljónum króna. Fyrir skatta nam hagnaðurinn 13.689 milljónum sem er 113% aukning frá fyrra ári. Hagnaður samstæðunnar skiptist þannig á milli banka og tryggingafélags að bankinn skilaði 7.855 milljónum króna og tryggingafélagið 3.590 milljónum. Arðsemi eigin fjár eftir skatta var 40,0% en var 30,1% á árinu 2003. Hreinar vaxtatekjur jukust um 30,8% frá fyrra ári og voru 14.439 milljónir. Þetta er talsvert meiri arðsemi eiginfjár en hjá KB banka, sem birti afkomutölur fyrr í vikunni, en þar var hún 22,6%. Hagnaður KB banka nam 15,7 milljörðum þannig að hagnaður þessara tveggja banka nam samanlagt röskum 27 milljörðum, en röskum 23 milljörðum ef hagnaður af tryggingaarmi Íslandsbanka er dreginn frá. Heildareignir námu 675 milljörðum króna 31. desember síðastliðinn og höfðu eignir þá aukist um 52,1% frá áramótum. Heildareignir KredittBanken í árslok námu 36 milljörðum króna. Útlán námu 470 milljörðum króna 31. desember og höfðu aukist um 49,3% á árinu. Heildarútlán KredittBanken í árslok námu 26 milljörðum króna. Innlán námu 156 milljörðum í lok ársins og jukust um 44,5% á árinu. Fjármunir í vörslu námu 254 milljörðum og jukust um 27,9%. Framlag í afskriftareikning útlána nam 3.137 og hækkaði um 9,5% á milli ára. Eigið fé nam 50,3 milljörðum í lok ársins og var eiginfjárhlutfall á CAD grunni 12,6%, þar af A-hluti 9,4%. Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, segir árið vera enn eitt metárið í sögu bankans. Afkoman hafi aldrei verið betri og hagnaður verið af öllum sviðum bankans sem sýni að undirstöðurnar séu traustar. „Aukin hlutdeild í húsnæðislánum eykur gæði lánasafnsins og samþætting trygginga- og bankaþjónustu hefur skilað árangri. Áhersla sem lögð var á alþjóðlega starfsemi í upphafi ársins gekk eftir og sú staða sem Íslandsbanki hefur náð í Noregi mun auka áhættudreifingu og skapa sóknarfæri á alþjóðavísu. Miklu varðar það traust sem hluthafar sýndu starfsfólki og stefnu bankans með mikilli umframeftirspurn í þremur hlutafjárútboðum bankans þar sem selt var hlutafé fyrir 32 milljarða,“ segir Bjarni í tilkynningu frá bankanum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Sjá meira