
Viðskipti innlent
Samruni við Samherja eða Granda

Norski athafnamaðurinn Kjell Inge Rökke hefur gert árangurslausar tilraunir til náinnar samvinnu eða samruna útgerðarfélagsins Aker Seafood í Noregi við Samherja annars vegar, og HB Granda hins vegar, að því er norskir fjölmiðlar skýra frá. Rökke hefur verið mjög áberandi í norsku athafnalífi undanfarin ár og hafa skipst á skin og skúrir í afkomu fyrirtækja hans. Um tíma rambaði hann á barmi gjaldþrots en er nú á uppleið á ný. Norskir fjölmiðlar greina ekki frá því á hverju strandaði í samningaumleitunum við íslensku útgerðarfyrirtækin.