Alcan vill bætur frá olíufélögunum 14. janúar 2005 00:01 Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira
Forsvarsmenn Alcan, áður Ísal, hafa ákveðið að sækjast eftir bótum frá olíufélögunum vegna verðsamráðs þeirra. Samkvæmt lögfræðiáliti sem unnið var fyrir fyrirtækið bera olíufélögin ótvíræða skaðabótaskyldu vegna þess. Ekki hefur verið ákveðið hvort beðið verði um viðræður við félögin áður en höfðað verður skaðabótamál. Hrannar Pétursson, upplýsingafulltrúi Alcan segir að félagið muni ekki sitja þegjandi undir þessu, enda nemi tjónið að minnsta kosti tugum milljóna. Hann segir að ekki sé búið að meta tjónið nákvæmlega en miða megi við að fyrirtækið kaupi olíu fyrir um 200 til 250 milljónir á ári. Landsamband íslenskra útvegsmanna hefur þegar óskað eftir viðræðum við olíufélögin um skaðabætur vegna tjóns sem útgerðin hefur orðið fyrir vegna verðsamráðs. Í niðurstöðu samkeppnisráðs kemur fram að olíufélögin hafi gert Ísal þannig tilboð að tryggt væri að Skeljungur héldi viðskiptunum við fyrirtækið gegn því að Skeljungur héldi áfram að skipta framlegð af viðskiptunum með Olís og ESSÓ. Samkvæmt niðurstöðu samkeppnisráðs höfðu olíufélögin um áratugaskeið skipt með sér sölu Skeljungs til Ísal. Strax á fundi olíufélaganna árið 1967 var samþykkt að félögin myndu bjóða tiltekið verð í kaup Ísal á eldsneyti. Jafnframt var ákveðið að það félag sem fengi viðskiptin skyldi skipta sölunni jafnt með hinum félögunum. Að mati samkeppnisráðs sýna gögn málsins með skýrum hætti að þetta fyrirkomulag hafi staðið þar til Samkeppnisstofnun gerði húsleit hjá olíufélögunum árið 2001. Árið 1996 ákváður stjórnendur Ísal að endurnýja samning við Skeljung. Starfsmenn olíufélagsins tilkynntu þá Essó og Olís um þessar viðræður og leituðu eftir samþykki þeirra varðandi kjör sem bjóða ætti. Jafnframt sýna gögnin að Skeljungur hafi leynt Ísal því að félagið skipti sölunni með hinum olíufélögunum og hefði gert það frá upphafi viðskiptanna árið 1967.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Fleiri fréttir Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Sjá meira