Samráðssektir innheimtar strax 7. janúar 2005 00:01 Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Munnlegur málflutningur hjá áfrýjunarnefnd samkeppnismála vegna olíumálsins fer fram á Hótel Sögu á mánudagsmorgun klukkan 9. Bæði forsvarsmenn olíufélaganna og Samkeppnisstofnunar munu koma fyrir nefndina að sögn Stefáns Más Stefánssonar lagaprófessors og formanns áfrýjunarnefndarinnar. Þinghaldið verður lokað. Þann 28. október ákvarðaði samkeppnisráð að olíufélögunum Essó, Skeljungi og Olís bæri að greiða samanlagt 2,6 milljarða króna í sektir vegna langvarandi og skipulags samráðs um verðlagningu, gerð tilboða og skiptingu markaða. Olíufélögin kærðu öll ákvörðun samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála þann 26. nóvember. Samkvæmt lögum hefur áfrýjunarnefndin sex vikur til að úrskurða í málinu en nú er ljóst að það mun dragast. Stefán Már segir að málið sé það umfangsmikið að nefndin þurfi lengri tíma til að fjalla um það. Hann segist samt vænta þess að úrskurðað verði í málinu í þessum mánuði. Úrskurðarnefndin getur fellt úr gildi eða staðfest ákvörðun samkeppnisráðs. Hún getur einnig breytt ákvörðun samkeppnisráðs eða vísað kærunni frá. Ef olíufélögin una ekki úrskurði áfrýjunarnefndarinnar geta þau höfðað mál til ógildingar hans fyrir dómstólum. Olíufélögin hafa þá sex mánaða frest til þess. Samkvæmt samkeppnislögum mun slík málshöfðun ekki fresta gildistöku úrskurðar nefndarinnar eða heimild Samkeppnisstofnunar til að byrja að innheimta sektirnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er víst að ef áfrýjunarnefndin staðfestir ákvörðun samkeppnisráðs mun Samkeppnisstofnun strax byrja að innheimta sektirnar. Það yrði gert þar sem líklegt er að málið gæti tekið mjög langan tíma fyrir dómstólum, til dæmis ef því yrði síðan áfrýjað til Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira