Enn hættuástand í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira
Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent Kom ekki á teppið Innlent Fleiri fréttir Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Sjá meira