Enn hættuástand í Bolungarvík 5. janúar 2005 00:01 Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira
Almannavarnarnefnd Bolungarvíkur tók ákvörðun í samráði við Veðurstofu Íslands, seinni partinn í gær, um að afturkalla ekki hættustig þar í bæ. Á sama tíma var ákveðið að aflétta hættuástandi í Ísafjarðarbæ og fengu 46 manns á Ísafirði, Hnífsdal, Önundarfirði og Dýrafirði að fara til síns heima. Einar Pétursson, bæjarstjóri í Bolungarvík og formaður almannavarnarnefndar þar í bæ, segir ótraust snjóalög og éljagang ekki gefa tilefni til að aflétta hættuástandinu. Niðurstaðan í gær var ekki eins og vonir stóðu til en Einar segir ekki hægt að taka neina áhættu. Enn þurfa því 26 hús að vera tóm í Bolungarvík og því komust 92 bæjarbúar ekki heim til sín í gær. Hættuástandið verður endurmetið í hádeginu í dag. Hluti byggðarinnar í norðanverðum Hnífsdal var keyptur upp eftir snjóflóðin í Súðavík og á Flateyri árið 1995. Bráðabirgðahættumat sem gert var árið 1996 sagði nokkur einbýlishús vera á hættusvæði. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, segir þau hús hafa verið keypt af einstaklingum og endurseld sem sumarhús sem aðeins má nota sex mánuði á ári, sum hafi þó verið keypt og flutt annað. "Endanlegt hættumat kom síðan á síðasta ári og þar kom fram að blokk, raðhús og tvö einbýlishús við Árvelli og íbúðarhúsið að Hrauni væru líka á hættusvæði," segir Halldór en á þessa staði féll flóðið á þriðjudag. Ákvörðun um að kaupa upp þessi hús var tekin í beinu framhaldinu af endanlegu hættumati því það þótti hagstæðara en að byggja varnargarða. Halldór segir annað einbýlishúsið þegar hafa verið keypt en lengra hafi bæjarfélagið og ofanflóðasjóður ekki verið kominn í ferlinu sem átti að halda áfram næstu mánuði. Halldór segist ekki vita á þessari stundu hvort þau hús sem flóðið féll á þriðjudag verði keypt strax í framhaldinu eða hvort einhver bið verði þar á. Eftir sé að meta skemmdirnar og koma þurfi rafmagni aftur á svæðið.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Sjá meira