Heiðar berst áfram fyrir sæti sínu hjá Fulham 27. nóvember 2005 06:00 Heiðar helguson hefur ekki í hyggju að leggja árar í bát þó á móti blási þessa dagana. Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu." Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson er ekki á þeim buxunum að gefast upp þrátt fyrir að á móti blási í upphafi ferils hans hjá enska úrvalsdeildarfélaginu Fulham. Heiðar hefur fengið fá tækifæri hjá liðinu en Chris Coleman, stjóri liðsins, hefur haldið tryggð við aðra sóknarmenn liðsins þó að Fulham hafi aðeins skorað fjórtán mörk í deildinni til þessa. Heiðar hefur komið fimm sinnum inn á sem varamaður en ekki enn byrjað leik en hann hefur þó skorað fyrir Fulham þegar hann fékk tækifæri í enska deildabikarnum sem hann nýtti vel og þar skoraði hann tvö mörk í jafnmörgum leikjum. Enskir fjölmiðlar greindu frá því um helgina að Wolves vildi fá Heiðar lánaðan til sín en Dalvíkingurinn hefur ekki hug á að fara og hyggst berjast fyrir sæti sínu í liðinu. "Ég heyrði af áhuga Wolves á að fá mig en klúbburinn sagði nei við því. Ég hef ekki neinn áhuga á að fara neitt að láni, að minnsta kosti ekki núna þar sem ég er nýkominn til liðsins. Eins og staðan er í dag er ég ekki að fara neitt, hvorki núna né í janúar. Ég ætla að vera hérna út tímabilið en skoða svo málin næsta sumar. Ég er bara búinn að vera hérna í þrjá mánuði og það er allt of snemmt að vera að æsa sig núna," sagði Heiðar við Fréttablaðið í gær. Heiðar er þekktur fyrir baráttu sína innan vallar og hún er greinilega til staðar utan hans líka: "Það þýðir ekkert annað en að berjast bara og bíta á jaxlinn. Mér líður mjög vel hjá liðinu og hef ekkert út á það að setja, mér var tekið mjög vel þegar ég kom. Óneitanlega er ég ekki sáttur við þau fáu tækifæri sem ég er að fá enda hef ég bara verið að koma inn á og spila í nokkrar mínútur þannig að þetta er mjög takmarkað. Ég er í fínu formi miðað við hvað ég hef fengið að spila lítið og er ekkert út á það að setja." Heiðar hyggst ekki gefast upp enda þarf lítið út af að bera til að hann fái tækifærið í byrjunarliðinu: "Já, það þarf ekki mikið til en hingað til höfum við verið heppnir með meiðsli. Það er mjög gott fyrir liðið þó svo að það bitni kannski á tækifærum mínum. Chris Coleman er þannig stjóri að hann heldur tryggð við þá leikmenn sem spila og ef þú spilar ágætlega ertu í liðinu og þú veist það. Það gefur þeim leikmönnum sem spila meira sjálfstraust. Þetta hefur ekki hjálpað mér mikið en Chris gerir það sem hann telur að sé best fyrir liðið. Hann er mjög fínn og hress, það er mikill húmor í honum," sagði Heiðar að lokum. Fulham mætir Bolton á heimavelli í dag en Heiðar er ekki ýkja bjartsýnn á að fá tækifærið: "Það verður bara að koma í ljós. Vonandi fæ ég tækifærið og þá ætla ég mér að nýta það til fullnustu og ég stefni bara á að spila sem mest á tímabilinu."
Íþróttir Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Sjá meira