Vandaðra – hollara – betra 18. nóvember 2005 06:00 Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar