Vandaðra – hollara – betra 18. nóvember 2005 06:00 Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Val okkar í neyslusamfélaginu hefur mikil áhrif á umhverfi okkar. Áhrifanna gætir ekki einungis í okkar nánasta umhverfi, heldur höfum við talsverð áhrif langt út fyrir landsteinana. Hnattvæðingin hefur þau áhrif að við höfum aðgang að varningi sem við kunnum ekki deili á hvað varðar framleiðsluferli, aðbúnað starfsfólks, mengun af völdum framleiðslu eða hversu langar vegalengdir varan hefur verið flutt áður en hún hafnar í okkar höndum. Afleiðingin er sú að við erum ekki meðvituð um það hver "umhverfiskostnaður" vörunnar er í raun. Nú nálgast hátíð ljóss og friðar í menningu okkar Vesturlandabúa með tilheyrandi áti. Undirbúningnum fylgja stórinnkaup á matvöru, gjafavöru og ýmiss konar skrauti sem tilheyra þykir hátíðunum. Álagið eykst á þá sem veita heimilunum forstöðu, tími til samveru og gæðastunda minnkar hröðum skrefum er nær dregur jólum. Þetta skellur á í okkar myrkasta mánuði, þeim árstíma sem við þyrftum einna helst að forgangsraða og skynja það að við höfum eitthvað um lífsstílinn að segja. Jólastressið og ruslið sem hátíðunum fylgir hafa verið umkvörtunarefni, en það er neikvæða hliðin á hátíðahöldunum. Við getum minnkað álagið með því að spyrja okkur þeirrar krefjandi spurningar hvort þörf sé á öllu þessu? Hugsanlega má draga úr útgjöldum, þeytingi og streitu við öflun "nauðsynjanna" með meðvitaðra vali á matvælum, gjafavöru og fylgihlutum. Nei takk! Sama og þegið gæti verið svarið við stöðugu áreiti öflugrar markaðssetningar misnauðsynlegrar vöru. Ábatinn af meðvituðu vali dregur úr neyslu með auknum gæðum samverustunda á aðventunni. Samverustundirnar yrðu fleiri á kostnað þess að þeytast um borg og bæ í leit að "hlutnum". Inntak staðardagskrárinnar sem hljóðar svo upp á enskuna "Think global act local" á hér vel við, enda handhægast að stuðla að bættu hnattrænu umhverfi með aðgerðum í heimabyggð og meðvitaðri daglegri neyslu. Umhverfismál eru heilbrigðismál. Umhverfismál hafa áhrif á heilsu okkar, jafnt líkamlega sem andlega. Nú nálgast sú hátíð sem einna mest reynir á andlega heilsu landsmanna. Áður óttuðust menn það að fara í jólaköttinn ef þeir fengu ekki nýja flík fyrir jólin. Í dag er það öllu heldur stressið sem vofir yfir. Einkunnarorðunum hærra - hraðar - meira mætti gjarnan skipta út fyrir vandaðra - hollara - betra. Meðvitað val á því sem endar á jólaborðinu, í jólapakkanum og gagnrýnin hugsun með virðingu fyrir umhverfinu og okkur sjálfum gæti leitt til afslappaðri og innihaldsríkari samveru. Ávinningurinn yrði betra umhverfi, minni mengun, minna af rusli og fallegri jól. Hið einfalda lögmál hönnunar "Minna er meira" á hér einnig við, og er ágætis leiðarljós við hönnun jólanna í ár. Höfundur er landslagsarkitekt hjá Umhverfissviði Reykjavíkurborgar.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun