Einokun og auðhringar 4. nóvember 2005 06:00 Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Mest lesið Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Sjá meira
Rætt var um einokun og auðhringa í Silfri Egils 23. október. Viðmælendur Egils Helgasonar voru Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingarinnar, og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Var m.a. rætt um baráttu Morgunblaðsins og Sjálfstæðisflokksins fyrir því, að sett verði lög um auðhringa. Valgerður taldi að nýsett lög um samkeppniseftirlit nægðu og segja mætti, að þar væri um að ræða lög gegn hringamyndun. Samkeppnisreglur EES tækju einnig til Íslands. Ingibjörg Sólrún sagði, að nýsett lög um samkeppniseftirlit væru veikari en eldri lög um samkeppnisstofun. Stjórnarmeirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknar hefði veikt lögin á alþingi. Samfylkingin hefði verið andvíg því að veikja lögin. Það væri því alrangt sem haldið væri fram í Morgunblaðinu, að það stæði á Samfylkingunni í þessu efni. Fram kom í þætti Egils að nefndin sem samdi álit og frumvarp um samkeppniseftirlit hefði lagt fram strangara lagafrumvarp heldur en ráðherra og þingmeirihluti stjórnarinnar hefði viljað samþykkja. Samfylkingin hefði viljað samþykkja strangari útgáfuna. Af framangreindu er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn og Morgunblaðið eru á villigötum í málflutningi sínum um einokun og auðhringa. Talað er eins og það vanti lög um þessi mál. En það er nýbúið að setja lög um þetta efni. Í þessum lögum eru heimildir til þess að breyta skipulagi fyrirtækja, ef þau brjóta lög um samkeppnismál. Það eru nægar heimildir í lögunum um aðgerðir gegn fyrirtækjum, ef þau gerast sek um skaðlegar samkeppnishömlur. Hins vegar verða menn að gera sér ljóst að það er ekki bannað að reka stór fyrirtæki ef þau fara að settum reglum. Það kom skýrt fram í Silfri Egils að Framsókn vill ekki setja strangari lög um samkeppnismál en þegar hafa verið sett. Framsókn vill heldur ekki strangari lög um eignarhald á fjölmiðlum en sátt náðist um milli allra flokka í fjölmiðlanefndinni. Svo virðist því, sem forysta Sjálfstæðisflokksins og fyrrverandi formaður tali fyrir daufum eyrum þegar krafist er strangari ákvæða um einokun, auðhringa og fjölmiðla. Raunar er krafa forustu Sjálfstæðisflokksins undarleg þegar haft er í huga, að nýlega er búið að setja lög um samkeppniseftirlit. Sjálfstæðisflokkurinn átti fulla aðild að þeirri lagasetningu og flutti engar tillögur um að ganga lengra en gert var. Svo virðist því sem "krafa" forustu Sjálfstæðisflokksins nú um lög gegn hringamyndun sé sett fram til málamynda,sennilega til þess að þóknast fyrrverandi formanni flokksins.
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar