Innlent

Lyfjastofnun tekur ekki þátt

Lyfjafræðingafélagið sendi Lyfjastofnun bréf fyrir skömmu, þar sem mælst var til þess að Lyfjastofnun brygðist við, sæi um að lögum yrði framfylgt og krefðist þess að ráðinn yrði lyfjafræðingur í stöðu yfirmanns í stað viðskiptafræðings sem gegnir henni nú. Rannveig sagði, að það væri ekki hlutverk Lyfjastofnunar að gæta réttinda fagfélaga. Hins vegar hefði stofnunin verið í samskiptum við LSH vegna faglegrar ábyrgðar í kjölfar ráðningarinnar. Því máli væri ekki lokið. "Lyfjastofnun er með mjög skilgreint hlutverk samkvæmt lögum," sagði hún. "Við erum með eftirlitshlutverk. Það lýtur að öryggi neytenda. Okkar aðkoma að málum er því varðandi öryggisþáttinn, það er að skýra faglega ábyrgð."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×