Skaðabótamál í undirbúningi 8. desember 2004 00:01 Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira
Bæði einstaklingar og fyrirtæki undirbúa skaðabótamál á hendur olíufélögunum vegna meints verðsamráðs. Lögfræðingur, sem tekið hefur málið að sér fyrir Neytendasamtökin, segir hvern þann sem getur sýnt fram á að hann hafi átt viðskipti við félögin geta látið reyna á rétt sinn. Á þriðja tug manna hefur sett sig í samband við Neytendasamtökin vegna úrskurðar Samkeppnisráðs um að olíufélögin hafi haft með sér verðsamráð frá árunum 1993 til 2001. Að sögn formanns Neytendasamtakanna hefur stjórn samtakanna ekki endanleg ákvörðun um málsókn ekki verið tekin, þótt allt bendi til þess að forsenda sé fyrir henni. Eggert B. Ólafsson héraðsdómslögmaður hefur verið fenginn til verksins en hann segist ekki geta skotið á það hve háar skaðabótakröfur fólksins gætu orðið. Fólkið myndi höfða skaðabótamál í eigin nafni en Neytendasamtökin taka skellinn, eða kostnaðinn, sem af slíku dómsmáli kynni að hljótast. Málshöfðun byggir á því hvað viðkomandi hefði átt að borga hefðu félögin ekki haft með sér verðsamráð og því er nauðsynlegt að nótur um bensínkaup á tímabilinu liggi fyrir. Það gæti því fjölgað í hópnum. Eggert segir að allir sem hafa eitthvað í höndunum til að styðja sínar kröfur, og hægt er að reikna meint tjón út frá, geti látið reyna á málshöfðun gegn olíufélögunum. Búast má við að langur tími líði áður en niðurstaða fæst í málið en væntanlega verður látið reyna á 53. ákvæði EES samningsins sem bannar verðsamráð og markaðsskiptingu En það eru ekki bara einstaklingar sem eru að kanna réttarstöðu sína gagnvart olíufélögunum þessa dagana því það sama er uppi á teningnum hjá mörgum fyrirtækjum. Hjá þeim gæti verið um verulegar fjárhæðir að ræða en kannski ekki hjá hinum almenna neytenda. Þar má geta sér til að gremja eða siðferðiskennd ráði för.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Fleiri fréttir Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Sjá meira