Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd 3. desember 2004 00:01 Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira