Vaxtahækkun Seðlabankans gagnrýnd 3. desember 2004 00:01 Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Einar Oddur Kristjánsson, oddviti sjálfstæðismanna í fjárlaganefnd Alþingis, gagnrýndi vaxtahækkun Seðlabankans frá því í gær harðlega á þingi í dag. Fjármálaráðherra segir hana myndarlegt inngrip og gerir ekki athugasemdir við hækkunina. Seðlabankastjóri segir enga gagnrýni á stjórnvöld felast í hækkuninni. Eftirskjálftar þeirrar ákvörðunnar Seðlabankans að hækka stýrivexti sína um eitt prósentustig frá og með næsta þriðjudegi hafa varað í allan dag. Gengi krónunnar hækkaði um 2,76% í viðskiptum uppá 17,7 milljarða en miklar sveiflur voru á gjaldeyrismarkaði. Gengi dollarans er nú komið niður í 62,50 krónur. Birgir Ísleifur Gunnarsson seðlabankastjóri er pollrólegur. Hann segir atvinnulífið þurfa að búa sig undir hátt gengi á næstu tveimur árum. Hitt sé annað mál að gjaldeyrismarkaðurinn „yfirdrífi“ oft og því eigi sveiflurnar sem sjáist núna líklega eftir að ganga til baka að einhverju leyti. Spurður hvaða þýðingu þetta geti haft fyrir efnhag landsmanna segir Birgir að verð innfluttra vara verði lægra, verðbólgan helst niðri en áhrifin á útflutningsmarkaðinn verða hins vegar neikvæð. Geir H. Haarde fjármálaráðherra segist ekki gera athugasemdir við vaxtahækkun Seðlabankans, enda leggi bankann sjálfstætt mat á þróun og horfur í efnhagsmálum. Hann segir hana myndarlegt inngrip í ljósi þeirra spáa sem hann hafi birt. Flokksfélagi Geirs og varaformaður fjárlaganefndar, Einar Oddur Kristjánsson, gat hins vegar ekki leynt pirring sínum í garð Seðlabankans á Alþingi í dag. Hann segist hafa verið ákaflega uggandi á undanförnum vikum og mánuðum um íslenska krónuna og í hvaða hæðir hún er að fara. Við aðgerðir Seðlabankans í gær hafi hann svo orðið mjög hræddur. „Það er verið að reyna á þanþolið á svo fantalegan hátt að atvinnulífið í heild sinni - framleiðslan, útflutningsframleiðslan, samkeppnisframleiðslan - er í verulegri hættu,“ sagði Einar.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Viðskipti innlent Gengi Play í frjálsu falli Viðskipti innlent HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Búast við tveggja milljarða tapi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun