

Leiða Danir sannleikann í ljós?
Ekki kemur fram í umfjöllun blaðsins að hvaða leyti Danirnir telji sig vera að nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt með ferðinni í kortasafn Yale-háskóla. Virtar rannsóknarstofnanir hafa áður rannsakað bæði efnið í bókfellinu og blekinu og um það hafa birst ritgerðir í vísindatímaritum, síðast fyrir tveimur árum. En ályktanir vísindamanna af þessum niðurstöðum hafa hnigið í gagnstæðar áttir og raunar einnig verið deilt um staðreyndir. En kannski eru Danirnir með einhverja tilgátu í kollinum sem þeir vilja prófa með því að þreifa á kortinu í návígi í stað þess að styðjast við endurprentanir af því.
Segja má að hin ríkjandi skoðun í vísindaheiminum sé - og hafi verið allt frá því að fyrst var sagt frá kortinu opinberlega - að það sé falsað. Þessi skoðun var lengst af reist á því að landafræði kortsins væri ótrúverðug og að óhugsandi væri að miðaldamenn hefðu getað búið að landaþekkingu af því tagi sem birtist á kortinu. Um miðjan áttunda áratuginn birtu efnafræðingar síðan gögn sem bentu til þess að í blekinu sem kortið er teiknað með væru efni sem ekki hefðu verið til fyrr en á nítjándu öld. Um tíu árum síðar voru birtar gagnstæðar niðurstöður. Fyrir tveimur árum kom enn ein efnarannsóknin og samkvæmt henni er efni í blekinu sem ekki var framleitt fyrr en þriðja áratug tuttugustu aldar. Ekki hafa allir efnafræðingar þó viljað fallast á þá niðurstöðu. Aftur á móti hafa flestir vísindamenn viðurkennt að bókfellið sjálft sé afar gamalt, líklega frá 15. öld. Sama er að segja um pappírinn í bókinni sem kortið var bundið inn í. Hafi kortið verið falsað á 20. öld hefur falsarinn haft aðgang að 500 ára gömlu bókfelli en það er frekar óvenjulegt.
Vínlandskortið hefur þótt áhugavert vegna þess að sé það ófalsað er það elsta kort í heimi sem sýnir Norður-Ameríku, Grænland og Ísland. Það væri sönnun þess að Evrópubúar hafi vitað um tilvist Ameríku löngu fyrir daga Kólumbusar. Í texta sem ritaður er á kortið er vísað til þess að Leifur Eiríksson og Bjarni Herjólfsson hafi sameiginlega fundið Vínland. Þetta atriði hefur einn helsti sérfræðingurinn um Vínlandskortið, dr. Kirsten A. Seaver, raunar talið sterka vísbendingu um að kortið sé falsað. Engar miðaldaheimildir séu um sameiginlega ferð Leifs og Bjarna vestur um haf heldur sé um að ræða misskilning sem fyrst hafi komist á prent 1765. Kortið sé því gert eftir þann tíma. Seaver telur sig vita hver falsaði kortið og hefur ritað um það heila bók; hún nefnir til sögu austurríska munkinn Josef Fischer (1858-1944) sem var sérfræðingur í landakortum miðalda. Telur hún sig jafnvel geta þekkt rithönd hans á kortinu. Um þessa niðurstöðu ríkir þó ekki almenn samstaða.
Yale-háskóli eignaðist Vínlandskortið snemma á sjöunda áratugnum. Það var auðugur bandarískur læknir, Paul Mellon, sem gaf skólanum kortið. Hafði það þá verið í höndum starfsmanna skólans til rannsóknar í nokkur ár. Það var bandarískur fornbókasali sem vakti athygli skólans á kortinu 1957 en hann kvaðst hafa keypt það af svissneskum fornbókasala. Hvaðan sá fékk kortið hefur aldrei verið upplýst. Eigendasagan er því óljós og það atriði er eitt af því sem skapar tortryggnina um kortið.
Athyglisvert er að í greininni í Berlingske Tidende er sagt frá því að Danirnir séu komnir í samband við áttræða konu sem sögð er dóttir svissneska fornbókasalans. Þeir ætla semsé ekki að binda rannsóknina við athugun á kortinu einu. Hljómar spennandi! Við þurfum að fylgjast með þessum þætti rannsóknarinnar!
Hvort Danir leysi ráðgátuna um Vínlandskortið þannig að allir verði sáttir skal ekkert fullyrt um. Það er þó frekar ólíklegt. En málið allt er áhugavert fyrir okkur Íslendinga því það snýr með beinum hætti að okkar eigin sögu. Sé kortið ófalsað styrkir það heimildargildi fornritanna Grænlendinga sögu og Eiríks sögu rauða. En þó að það reynist á endanum falsað breytir það ekki hinu að fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að norrænir menn, að líkindum Íslendingar, fundu Norður-Ameríku í kringum árið 1000.
Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Skoðun

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar

Svigrúm Eydísar á fölskum grunni
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál
Ólafur Stephensen skrifar

Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Lík brennd í Grafarvogi
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Er handahlaup valdeflandi?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Á jaðrinum með Jesú
Daníel Ágúst Gautason skrifar

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Gervigreindin beisluð
Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar

Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér
Heiða Ingimarsdóttir skrifar

Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn
Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar

Geislameðferð sem lífsbjörg
Ingibjörg Isaksen skrifar

Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stöðvum helvíti á jörðu
Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar

Hversu mikið er nóg?
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Til þeirra sem fagna
Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar

Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis
Elliði Vignisson skrifar

Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni
Ellen Calmon skrifar

Að flokka hver vinnur og hver tapar
Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar