Nýtt heimili í Drápuhlíð 22. nóvember 2004 00:01 Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt. Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt.
Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira