Nýtt heimili í Drápuhlíð 22. nóvember 2004 00:01 Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt. Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Valdi og Stella falla alveg í skilgreininguna "fátækir námsmenn", eru tuttugu og tveggja ára og bæði í Háskólanum, hún í stjórnmálafræði og hann í lögfræði. Þau keyptu sér íbúð þar sem þau höfðu verið óheppin á leigumarkaðinum auk þess sem það er ódýrara til lengdar að eiga sína eigin íbúð en áttu ekki mikið aflögu eftir fyrstu útborgun. Það kom sér því vel þegar þau fluttu inn í litlu kjallaraíbúðina sína að þau eru bæði handlagin og útsjónarsöm og hefur tekist að búa sér fallegt og notalegt heimili án þess að kosta til þess miklu fé. "Íbúðin var í ágætis ástandi þegar við tókum við henni en þó var ýmislegt sem okkur langaði til að breyta. Við gerðum flest sjálf sem þurfti að gera, ég skipti til dæmis um eldhúsinnréttingu og flotaði gólfið," segir Valdimar stoltur. Hann vill þó taka fram að hann naut ráðgjafar ættingja og vina. Þau hafa fundið ýmsar skemmtilegar lausnir sem falla vel inn í lítið rými."Við hönnuðum til dæmis baðherbergisinnréttingu úr kommóðu úr Rúmfatalagernum". Þau eru líka sérfræðingar í því að bæsa, pússa og lakka. "Ég byrjaði að safna gömlum húsgögnum þegar ég var fimmtán ára og átti þess vegna ýmislegt í búið," segir Stella og sýnir falleg náttborð sem hún fékk á markaði í Brussel þar sem foreldrar hennar bjuggu. Þau fara oft í Góða hirðinn að gá hvort einhverjir fjársjóðir leynist ekki þar en eru líka fastagestir í Ikea og Rúmfatalagernum. "Svo er þetta bara spurning um hugmyndaflug," segja þau og yppa öxlum. Ljósakróna sem amma Valda átti og er allavega frá árinu 1912.Svefnherbergið er úr Ikea nema náttborðin sem koma frá BelgíuSkápinn bæsuðu þau og lökkuðu upp á nýtt.
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira