Mývatnssveitin falleg í frosti 21. nóvember 2004 00:01 Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær. Fréttir Innlent Veður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira
Aldrei hefur mælst jafn mikið frost í Mývatnssveit í nóvembermánuði og í gær þegar mælir Veðurstofunnar sýndi mínus 30 gráður. Fyrri part dags var dimmt yfir sveitinni, frostþoka lá yfir og byrgði sunnusýn en upp úr hádegi höfðu geislar sólar betur í baráttunni um athyglina og vörpuðu sér yfir ísilagt vatnið og nágrenni. Kuldinn hafði vitaskuld áhrif á mannlíf, flestir voru inni við en einstaka hætti sér út fyrir dyr ef erindið var brýnt eða hreyfiþörfin rík. Nokkrir sóttu messu á Skútustöðum í gær og jarðböðin á Jarðbaðshólum, rétt ofan við byggðina í Reykjahlíð, voru sæmilega sótt. Aðdáendur gufubaða segja enda að fátt sé meira hressandi en að vera til skiptist inni í heitri gufunni og úti í bítandi kuldanum. Snæbjörn Pétursson í Reynihlíð gerir ekki mikið úr frostinu, hefur enda oft kynnst kuldanum í Mývatnssveit. Og hann kannast ekki við allar 30 gráðurnar sem Veðurstofan mældi, segir að ekki hafi verið nema 25,6 á mælinum hjá sér. "Hann hefur nú stundum þótt dálitíð skrítinn þessi mælir hjá Veðurstofunni. Þetta er bara stafrænn mælir og þeir eru víst svona. Páll Bergþórsson talaði einhvern tíma við mig og sagði að það ætti bara að leggja þessa mæla niður." Engu að síður telur Snæbjörn það rétt að frostið hafi ekki fyrr verið svona mikið í nóvembermánuði. Hann sjálfur bjóst ekki við að hreyfa sig af bæ í gær, nema þá að einhver nennti að skutla honum í jarðböðin. Hann langaði ekki á gönguskíði en brá sér á þau á laugardag og sagði það hafa verið hálf ómögulegt. "Skíði ganga heldur illa í svona miklu frosti. Ísinn á vatninu springur, upp kemur vatn og það myndast krap sem svo frýs neðan á skíðunum og maður situr bara fastur." Snæbjörn kallar það ekki mikinn snjó þó um tuttugu sentrimetra jafnfallin mjöll sé yfir Mývatnssveit enda hafa menn séð það verra og jafnvel mikið verra. En fegurðin er mikil. "Mývatnssveitin er aldrei fallegri en þegar svona er," segir Snæbjörn, "fegurðin er aldrei meiri en þegar allt er hvítt og ég man þegar maður var að sitja ofan á heyekjum á veturna hér í gamla daga, þá var gaman að horfa í kringum sig þegar allt var svona hvítt." Áfram verður kalt í Mývatnssveit næstu daga, þó ekki jafn kalt og í gær.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Erlent Fleiri fréttir Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Sjá meira