Innlent

Mac OS X á Íslensku

Apple á Íslandi hefur íslenskað Mac OS X stýrikerfið. Um er að ræða grunnþýðingu á öllum helstu þáttum kerfisins, auk þess tvö mest notuðu forritin, Safari netvafrinn og tölvupóstforritið Mail, voru þýdd. "Það er margsannað að fólk sem notar staðfærðan hugbúnað talar og ritar vandaðra mál en aðrir sem gera það ekki þegar kemur að hugtökum tengdum upplýsingatækni," segir Steingrímur Árnason, þróunarstjóri Apple. Íslensk útgáfa stýrikerfisins fylgir öllum nýjum tölvum frá og með deginum í dag, en eigendur staðfærðrar útgáfu Mac OS X 10.3 geta nálgast þýðinguna á vefnum www.apple.is/islenska.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×