
Innlent
Framkvæmdin í höndum ráðherra
Viðskiptaráðherra fer með framkvæmd samkeppnislaga en í umboði hans annast samkeppnisráð, Samkeppnisstofnun og áfrýjunarnefnd samkeppnismála daglega stjórnsýslu á því sviði sem lögin ná til. Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaður vísar í þetta ákvæði samkeppnislaga og spyr ráðherra hvort ekki sé ástæða til að kanna hvort verðsamráð eða ólöglegir viðskiptahættir tíðkist hjá tryggingafélögunum eða í bankakerfinu.