Samstarf olíufélaganna leyfilegt 11. nóvember 2004 00:01 Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Olíufélögin mega hafa samstarf um dreifingu ef það er almenningi til hagsbóta. Forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar segir að hafa þurfi gott eftirlit með slíku samstarfi. Hann segir afsagnir stjórnarmanna á vegum Olíufélagsins skref í rétta átt en eftir eigi að leggja mat á hvort nógu langt sé gengið. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Olíufélagsins hf., sagði í samtali við Stöð 2 að samstarf verði áfram á milli olíufélaganna á dreifingarhliðinni en athugasemdir Samkeppnisstofnunar hafi beinst að samstarfi á markaðshliðinni. Guðmundur Sigurðsson, forstjóri samkeppnissviðs Samkeppnisstofnunar, sagði í samtali við Stöð 2 í dag að það væri ekki sjálfgefið að samstarf hvað dreifingu varðar væri bannað. Hægt væri að sækja um slíkt og það heimilað ef sýnt væri fram á að samstarfið skaðaði ekki samkeppni og að almenningur nyti góðs af slíku samstarfi. Guðmundur segir að Samkeppnisstofnun sé ekki farin að athuga rekstur Eldsneytisafgreiðslunnar á Keflavíkurflugvelli sem stóru olíufélögin reki á vellinum. Það félag var stofnað fyrir tveimur mánuðum en sækja þarf um leyfi fyrir því innan sex mánaða frá stofnun. Hann sagði að forstjóri EAK hefði haft samband við stofnunina og að erindi yrði sent inn eftir áramót. Sem kunnugt er hefur Olíufélagið ákveðið að taka sinn mann úr stjórn Olíudreifingar og fleira eftir að niðurstaða Samkeppnisstofnunar lá fyrir. Guðmundur segir það vissulega skref í rétta átt en ekki hafi verið lagt mat á hvort nógu langt sé gengið. Kristinn Björnsson, fyrrverandi forstjóri Skeljungs, hefur lýst því yfir að það veki athygli sína að Samkeppnisstofnun leggi blessun sína yfir áframhaldandi starfsemi Olíudreifingar, sem er í eigu Olís og Esso. Hann geri ráð fyrir að það sé vegna þess að þegar Esso lýsti sig reiðubúið að aðstoða Samkeppnisstofnun við rannsókn málsins, hafi það boð verið að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Kristinn telur að meðal þeirra skilyrða hafi verið að Olíudreifing fengi að starfa áfram. Guðmundur sér ekki ástæðu til að svara þessu. Minna má á í þessu sambandi að bæði Essó og Olís fengu afslátt á sektargreiðslum fyrir sinn þátt í að upplýsa málið.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda