Stjórnvöld stýrðu verðsamráði 10. nóvember 2004 00:01 Verðsamráð olíufélaganna á sér rætur í viðskiptaháttum sem tíðkuðust hér á landi á síðustu öld. Þá voru olíuinnkaup í afar föstum skorðum og útsöluverð á eldsneyti ákveðið af hinu opinbera. Samráð við innkaup og sölu voru regla. Örfá ár eru síðan viðskipti losnuðu úr viðjum hafta hérlendis. Innkaup í einu lagi Síðari hluta 20. aldarinnar keyptu Íslendingar nánast alla sína olíu af Sovétmönnum eftir að olíuviðskipti við Breta lögðust af vegna þorskastríðanna. Að sögn Önundar Ásgeirssonar, forstjóra Olíuverzlunar Íslands á árunum 1967-1980, var einfaldlega um neyðarráðstöfun ríkisstjórnarinnar að ræða því fiskmarkaðir á Bretlandseyjum hrundu. Sovétmenn voru hins vegar reiðubúnir að kaupa af okkur fisk í stórum stíl. Forstjórar olíufélaganna sátu í samninganefnd ásamt fulltrúa viðskiptaráðuneytisins og var nefndin send á hverju ári til Moskvu til að semja um innkaupsverð á olíu. Öll félögin keyptu olíuna saman og allir olíufarmar sem sendir voru til landsins voru sameiginlegir. Aðeins eru fáein ár síðan olíufélögin hættu að kaupa inn olíu saman þótt lengra sé síðan sérstakar sendinefndir voru gerðar út af örkinni. Verðlagseftirlit ríkisins Ekki dró úr samráðinu eftir að olían var komin til landsins frá Sovétríkjunum því þá var komið að því að ákveða verðið. Verðlag á olíu, og raunar á öllum varningi sem seldur var hérlendis, svo sem matvælum, var ákveðið af Verðlagseftirliti ríkisins. Eftirlitið ákvað hámarksverð og varð verðlag í landinu að vera lægra en það. Innflytjendur höfðu í þjónustu sinni færa viðskiptafræðinga sem létu eftirlitið hafa útreikninga en á grundvelli þeirra var verð ákveðið. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur telur að verðlag hafi af þessum sökum verið miklu hærra hérlendis en aðstæður gáfu tilefni til því eftirlitið átti erfitt með að hrekja útreikninga fyrirtækjanna. Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem almennilega losnaði um þetta fyrirkomulag og eitthvað viðskiptafrelsi komst hér á. Alþýðubandalagsmenn börðust reyndar á hæl og hnakka gegn því að Verðlagseftirlitið yrði lagt niður vegna þess að þeir bjuggust við að verðlag myndi hækka en raunin varð önnur því á árunum 1985-1990 lækkaði verð hérlendis um 30 prósent. "Íslendingar eru eitt örfárra ríkja í heiminum sem hafa rekið skefjalausa nýlendustefnu gagnvart sjálfum sér," segir Guðmundur Ólafsson um ástandið eins og það var á tímum Verðlagseftirlits ríksins. Guðmundur bætir því við að þetta sé ástæða þess að forstjórum olíufélaganna hafi þótt eðlilegt af hafa samráð um verð allt fram á síðustu ár. "Þeir reiknuðu bara út það verð sem þeir þurftu. Félögin lutu verðlagsákvæðum og þeim fannst því sjálfsagt mál að hringja sig á og ákveða hámarksverðið." Engin verðsamkeppni Við þessar aðstæður segir Önundur Ásgeirsson að ekki hafi verið um það að ræða að samkeppni ríkti í verðmyndun á olíu hér á landi. "Stundum voru gefnir afslættir til stórkaupenda en stærstur hluti sölunnar fór fram á útsöluverðinu sem Verðlagseftirlið hafði ákveðið. Um allt land var boðið upp á nákvæmlega sama verð enda var bundið í lögum að útsöluverð á eldsneyti væri það sama alls staðar." Fyrst um enga verðsamkeppni var að ræða er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort olíufélögin hafi keppt á einhverjum sviðum. Önundur segir að talsverð samkeppni hafi verið um að koma sér upp bensínstöðvum víða um land og veita þjónustu. Hins vegar er ekki á honum að heyra að félögin hafi makað krókinn á kostnað íbúa landsbyggðarinnar. "Á mörgum stöðum úti á landi er ekki hægt að halda uppi samkeppni því það er ekki nokkur leið að reka bensínstöð nema veruleg velta liggi þar að baki. Það fæst enginn til að reka bensínstöð með bullandi tapi. Ill nauðsyn rak því menn til þess að reka stöðvar saman," segir hann ómyrkur í máli. Önundur bendir á að í Reykjavík hafi dreifingin verið í föstum skorðum þar sem samningar giltu á milli borgarstjórnar og olíufélaganna. "Þá var bara sest niður við borð og samið um það hvar ætti að setja bensínstöðvar og það mátti helst ekki hafa nema eina bensínstöð í hverju hverfi." Olíufélög stjórnmálaflokkanna Engum dylst að tengsl stjórnmálaflokka við olíufélögin voru á sínum tíma allnokkur. Þannig hafði Sjálfstæðisflokkurinn ítök í Skeljungi, Alþýðuflokkurinn í Olís og Framsóknarflokkurinn í Olíufélaginu í gegnum Sambandið. Vilhjálmur Þór, stofnandi Olíufélagsins, var ráðherra Framsóknarflokksins auk þess að veita SÍS forstöðu og Héðinn Valdimarsson, verkalýðsfrömur og þingmaður Alþýðuflokks, stofnaði Olís. Fræg er sagan af ísfirskum framsóknarmanni sem kaus frekar að verða bensínlaus en að setja bensín á bílinn frá öðrum en Esso. Önundur segir að stjórnmálamenn hafi ekki haft mikil afskipti af eiginlegum rekstri fyrir utan það að flokksgæðingar sátu oft í stjórnum fyrirtækjanna. Hins vegar má sjá ítök flokkanna á ýmsu öðru, til dæmis þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg keypti alltaf olíu af Skeljungi enda fór Sjálfstæðisflokkurinn þar jafnan með völd. Stjórnmálamenn bera ábyrgð En hvað skyldi forstjóranum aldna þykja um nýbirta skýrslu samkeppnisráðs og uppnámið sem hún hefur valdið? "Ég hef nú ekki trú á því að allt satt sé sem í henni stendur, ég held að þetta sé allt mjög litað af þeim sem sömdu þetta. Þeir sem hafa ekki komið að rekstri olíufélaga halda að þetta sé allt miklu einfaldara en það í rauninni er." Önundur velkist heldur ekki í vafa um endanlegar lyktir málsins. "Það verður enginn dæmdur fyrir þetta. Ef á að dæma einhverja eru það pólitíkusarnir. Þegar Verðlagseftirlitið er lagt niður, allt gefið frjálst og sett á fót eftirlitsstofnun sem ekki gerir neitt í málunum fyrr en mörgum árum seinna, hver ber þá ábyrgðina? Auðvitað stjórnmálamennirnir," segir Önundur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Olís. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
Verðsamráð olíufélaganna á sér rætur í viðskiptaháttum sem tíðkuðust hér á landi á síðustu öld. Þá voru olíuinnkaup í afar föstum skorðum og útsöluverð á eldsneyti ákveðið af hinu opinbera. Samráð við innkaup og sölu voru regla. Örfá ár eru síðan viðskipti losnuðu úr viðjum hafta hérlendis. Innkaup í einu lagi Síðari hluta 20. aldarinnar keyptu Íslendingar nánast alla sína olíu af Sovétmönnum eftir að olíuviðskipti við Breta lögðust af vegna þorskastríðanna. Að sögn Önundar Ásgeirssonar, forstjóra Olíuverzlunar Íslands á árunum 1967-1980, var einfaldlega um neyðarráðstöfun ríkisstjórnarinnar að ræða því fiskmarkaðir á Bretlandseyjum hrundu. Sovétmenn voru hins vegar reiðubúnir að kaupa af okkur fisk í stórum stíl. Forstjórar olíufélaganna sátu í samninganefnd ásamt fulltrúa viðskiptaráðuneytisins og var nefndin send á hverju ári til Moskvu til að semja um innkaupsverð á olíu. Öll félögin keyptu olíuna saman og allir olíufarmar sem sendir voru til landsins voru sameiginlegir. Aðeins eru fáein ár síðan olíufélögin hættu að kaupa inn olíu saman þótt lengra sé síðan sérstakar sendinefndir voru gerðar út af örkinni. Verðlagseftirlit ríkisins Ekki dró úr samráðinu eftir að olían var komin til landsins frá Sovétríkjunum því þá var komið að því að ákveða verðið. Verðlag á olíu, og raunar á öllum varningi sem seldur var hérlendis, svo sem matvælum, var ákveðið af Verðlagseftirliti ríkisins. Eftirlitið ákvað hámarksverð og varð verðlag í landinu að vera lægra en það. Innflytjendur höfðu í þjónustu sinni færa viðskiptafræðinga sem létu eftirlitið hafa útreikninga en á grundvelli þeirra var verð ákveðið. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur telur að verðlag hafi af þessum sökum verið miklu hærra hérlendis en aðstæður gáfu tilefni til því eftirlitið átti erfitt með að hrekja útreikninga fyrirtækjanna. Það var ekki fyrr en á níunda áratugnum sem almennilega losnaði um þetta fyrirkomulag og eitthvað viðskiptafrelsi komst hér á. Alþýðubandalagsmenn börðust reyndar á hæl og hnakka gegn því að Verðlagseftirlitið yrði lagt niður vegna þess að þeir bjuggust við að verðlag myndi hækka en raunin varð önnur því á árunum 1985-1990 lækkaði verð hérlendis um 30 prósent. "Íslendingar eru eitt örfárra ríkja í heiminum sem hafa rekið skefjalausa nýlendustefnu gagnvart sjálfum sér," segir Guðmundur Ólafsson um ástandið eins og það var á tímum Verðlagseftirlits ríksins. Guðmundur bætir því við að þetta sé ástæða þess að forstjórum olíufélaganna hafi þótt eðlilegt af hafa samráð um verð allt fram á síðustu ár. "Þeir reiknuðu bara út það verð sem þeir þurftu. Félögin lutu verðlagsákvæðum og þeim fannst því sjálfsagt mál að hringja sig á og ákveða hámarksverðið." Engin verðsamkeppni Við þessar aðstæður segir Önundur Ásgeirsson að ekki hafi verið um það að ræða að samkeppni ríkti í verðmyndun á olíu hér á landi. "Stundum voru gefnir afslættir til stórkaupenda en stærstur hluti sölunnar fór fram á útsöluverðinu sem Verðlagseftirlið hafði ákveðið. Um allt land var boðið upp á nákvæmlega sama verð enda var bundið í lögum að útsöluverð á eldsneyti væri það sama alls staðar." Fyrst um enga verðsamkeppni var að ræða er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort olíufélögin hafi keppt á einhverjum sviðum. Önundur segir að talsverð samkeppni hafi verið um að koma sér upp bensínstöðvum víða um land og veita þjónustu. Hins vegar er ekki á honum að heyra að félögin hafi makað krókinn á kostnað íbúa landsbyggðarinnar. "Á mörgum stöðum úti á landi er ekki hægt að halda uppi samkeppni því það er ekki nokkur leið að reka bensínstöð nema veruleg velta liggi þar að baki. Það fæst enginn til að reka bensínstöð með bullandi tapi. Ill nauðsyn rak því menn til þess að reka stöðvar saman," segir hann ómyrkur í máli. Önundur bendir á að í Reykjavík hafi dreifingin verið í föstum skorðum þar sem samningar giltu á milli borgarstjórnar og olíufélaganna. "Þá var bara sest niður við borð og samið um það hvar ætti að setja bensínstöðvar og það mátti helst ekki hafa nema eina bensínstöð í hverju hverfi." Olíufélög stjórnmálaflokkanna Engum dylst að tengsl stjórnmálaflokka við olíufélögin voru á sínum tíma allnokkur. Þannig hafði Sjálfstæðisflokkurinn ítök í Skeljungi, Alþýðuflokkurinn í Olís og Framsóknarflokkurinn í Olíufélaginu í gegnum Sambandið. Vilhjálmur Þór, stofnandi Olíufélagsins, var ráðherra Framsóknarflokksins auk þess að veita SÍS forstöðu og Héðinn Valdimarsson, verkalýðsfrömur og þingmaður Alþýðuflokks, stofnaði Olís. Fræg er sagan af ísfirskum framsóknarmanni sem kaus frekar að verða bensínlaus en að setja bensín á bílinn frá öðrum en Esso. Önundur segir að stjórnmálamenn hafi ekki haft mikil afskipti af eiginlegum rekstri fyrir utan það að flokksgæðingar sátu oft í stjórnum fyrirtækjanna. Hins vegar má sjá ítök flokkanna á ýmsu öðru, til dæmis þeirri staðreynd að Reykjavíkurborg keypti alltaf olíu af Skeljungi enda fór Sjálfstæðisflokkurinn þar jafnan með völd. Stjórnmálamenn bera ábyrgð En hvað skyldi forstjóranum aldna þykja um nýbirta skýrslu samkeppnisráðs og uppnámið sem hún hefur valdið? "Ég hef nú ekki trú á því að allt satt sé sem í henni stendur, ég held að þetta sé allt mjög litað af þeim sem sömdu þetta. Þeir sem hafa ekki komið að rekstri olíufélaga halda að þetta sé allt miklu einfaldara en það í rauninni er." Önundur velkist heldur ekki í vafa um endanlegar lyktir málsins. "Það verður enginn dæmdur fyrir þetta. Ef á að dæma einhverja eru það pólitíkusarnir. Þegar Verðlagseftirlitið er lagt niður, allt gefið frjálst og sett á fót eftirlitsstofnun sem ekki gerir neitt í málunum fyrr en mörgum árum seinna, hver ber þá ábyrgðina? Auðvitað stjórnmálamennirnir," segir Önundur Ásgeirsson, fyrrverandi forstjóri Olís.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Fleiri fréttir Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent