Verkfall kennara aftur hafið 8. nóvember 2004 00:01 Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaganna segir fulltrúa Kennarasambands Íslands hafa sjálfa metið tilboðið á rúm 36 prósent í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin: "Launanefnd sveitarfélaganna telur hins vegar að kostnaðaraukinn sé meiri." Þetta gerðist eftir að ljóst varð að rétt tæplega 93 prósent grunnskólakennara höfðu fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Tæp sex prósent greiddu atkvæði með henni. Launanefnd sveitarfélaganna féllst á miðlunartillöguna og segir í ályktun að sveitarstjórnarmenn hafi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum talið að hún fæli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Hugmyndirnar sem launanefndin lagði fram fólu í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir hugmyndir launanefndarinnar aldrei hafa komið til greina. Tilboð kennara hafi hljóðað upp á hærri launakröfum en miðlunartillaga ríkissáttasemjara og styttri samningstíma, eða til ársloka 2007. Þetta er í þriðja sinn sem launanefnd sveitarfélaganna hafnar formlegu tilboði kennara. Það fyrsta var lagt fyrir nefndina í maí og hafði að geyma um 30 til 35 prósenta hækkun launatengdra gjalda. Kennarar lögðu einnig fram sáttatillögu til áramóta degi fyrir verkfallið sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefndin taldi hækkunina nær 24 prósentum. Sáttasemjari ríkisins hefur boðað deilendur til fundar klukkan tíu á morgun. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Forysta kennara lagði heildstætt tilboð fyrir launanefnd sveitarfélaganna eftir að hafa hafnað hugmyndum þeirra til að fresta verkfalli kennara. Launanefndin hafnaði tilboðinu. Gunnar Rafn Sigurbjörnsson formaður launanefndar sveitarfélaganna segir fulltrúa Kennarasambands Íslands hafa sjálfa metið tilboðið á rúm 36 prósent í kostnaðarauka fyrir sveitarfélögin: "Launanefnd sveitarfélaganna telur hins vegar að kostnaðaraukinn sé meiri." Þetta gerðist eftir að ljóst varð að rétt tæplega 93 prósent grunnskólakennara höfðu fellt miðlunartillögu ríkissáttasemjara. Tæp sex prósent greiddu atkvæði með henni. Launanefnd sveitarfélaganna féllst á miðlunartillöguna og segir í ályktun að sveitarstjórnarmenn hafi á fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna á dögunum talið að hún fæli í sér óásættanlegt fráhvarf frá stefnu og markmiðum sveitarfélaganna um framþróun skólastarfs. Hugmyndirnar sem launanefndin lagði fram fólu í sér samræmingu á vinnutíma og launum kennara við aðra háskólamenntaða starfsmenn sveitarfélaga. Eiríkur Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir hugmyndir launanefndarinnar aldrei hafa komið til greina. Tilboð kennara hafi hljóðað upp á hærri launakröfum en miðlunartillaga ríkissáttasemjara og styttri samningstíma, eða til ársloka 2007. Þetta er í þriðja sinn sem launanefnd sveitarfélaganna hafnar formlegu tilboði kennara. Það fyrsta var lagt fyrir nefndina í maí og hafði að geyma um 30 til 35 prósenta hækkun launatengdra gjalda. Kennarar lögðu einnig fram sáttatillögu til áramóta degi fyrir verkfallið sem þeir töldu hafa 16 prósenta kostnaðarhækkun í för með sér fyrir sveitarfélögin. Launanefndin taldi hækkunina nær 24 prósentum. Sáttasemjari ríkisins hefur boðað deilendur til fundar klukkan tíu á morgun.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira