Essó sker á öll tengsl 8. nóvember 2004 00:01 Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Stjórn Olíufélagsins Essó hefur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin, hætta strax í dag samstarfi um samreknar bensínstöðvar og starfsmenn félagsins munu í dag segja sig úr öllum stjórnum þar sem fulltrúar hinna olíufélaganna sitja jafnframt. Þetta er samkvæmt nýjum verklagsreglum félagsins sem kynntar voru í morgun og taka þegar gildi. Fulltrúar Essó í stjórn Olíudreifingar, sem er í sameign Essó og Olís, munu segja sig úr stjórn félagsins. Hætt verður samvinnu við önnur olíufélög við innkaup á eldsneyti svo fljótt sem auðið er. Essó ætlar að selja hlut sinn í Gasfélaginu, sem það á með Skeljungi og Olís, og beinir því til annarra hluthafa að það verði selt sem allra fyrst. Þangað til mun fulltrúi Essó í stjórninni segja af sér og utanaðkomandi aðili taka sæti hans. Þá ætlar félagið að sinna í einu og öllu þeirri upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í úrskurði Samkeppnisráðs og undirrita þær yfirlýsingar um upplýsingamiðlun sem um er beðið. Framvegis verður stjórnendum og starfsmönnum Essó óheimilt að eiga samskipti við stjórnendur og starfsmenn annarra olíufélaga nema með formlegum hætti og undirrituðum af forstjóra félagsins. Loks er stefnt að örari verðbreytingum en áður og verða þær að minnsta kosti vikulega. Hjörleifur Jakobsson, forstjóri Essó, sagði í viðtali við fréttastofuna að væntanlega skapaði það betri verðmyndun. Hann sagði að síðastliðin þrjú ári hafi orðið eigendaskipti og starfað hafi verið samkvæmt nýjum leikreglum en þar sem ekki virtist, þrátt fyrir það, ríkja trúnaður á milli almennings og félagsins hafi stjórnendur ákveðið að skera á öll tengsl við hin olíufélögin. Sjálfur mun Hjörleifur meðal annars segja sig úr stjórn Olíudreifingar í dag þar sem hann hefur verið stjórnarformaður.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira