Innlent

Formaður SHÍ fagnar lækkuninni

Formaður Stúdentaráðs fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að lækka endurgreiðslubyrði námslána um eitt prósentustig. Fyrir nýútskrifaðan háskólastúdent með 250 þúsund krónur á mánuði samsvarar þetta þrjátíu þúsund krónum á ári.  Eins og kom fram í fréttum Stöðvar 2 í gær skýrði Halldór Ásgrímsson frá því á kjördæmisþingi Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi að ríkisstjórnin hefði tekið þessa ákvörðun. Hann sagði málið hafa verið á stefnuskrá Framsóknarflokksins fyrir síðustu kosningar. Nefnd á vegum menntamálaráðherra skoðaði endurgreiðslubyrði námslána nú í haust en hún lauk störfum í síðustu viku. Jarðþrúður Ásmundsdóttir, formaður Stúdentaráðs, segir að fyrir nýútskrifaðan háskólastúdent með 250 þúsund krónur á mánuði samsvari lækkunin þrjátíu þúsund krónum á ári.  Jarþrúður segir þetta mikilvægt hagsmunamál fyrir stúdenta enda sé ekki vanþörf á fyrir ungt fólk sem sé að koma sér þaki yfir höfuðið. Hún segir þetta líka jákvæðar fréttir fyrir þá sem enn séu í námi. 



Fleiri fréttir

Sjá meira


×