Er pláss á himnum? 13. október 2005 14:56 Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Fyrir nokkrum dögum flutti eitt virtasta vísindatímarit heims, Nature, heimsbyggðinni fréttir sem voru svo óvæntar og einkennilegar að menn eru enn forviða og hálf ringlaðir yfir þeim. Á eynni Flóres, sem tilheyrir Indónesíu, er búið að finna beinaleifar áður óþekktrar manntegundar sem var uppi samtímis mannkyninu - homo sapiens - fyrir tólf þúsund árum og virðist hafa þróast frá sömu forfeðrum. Þetta fólk var dvergvaxið, um einn metri að hæð, með heilabú sem var um þrisvar sinnum minna en heilbú okkar en samt virðist það hafa útbúið og notað verkfæri og ekki er útilokað að það hafi einnig smíðað sér farartæki til að sigla til Flóres en slík smíði hefur þá jafnframt útheimt tungumál. Ef ekki ættu í hlut vísindamenn sem eru í miklu áliti væri freistandi að afgreiða fréttirnar sem einhvers konar hrekk eða svik svona eins og Piltdown-manninn fræga á Englandi fyrir um það bil hundrað árum sem vera átti hlekkurinn milli manns og apa en reyndist vera tilbúningur. Það voru vísindamenn frá Ástralíu og Indónesíu, sem um árabil hafa stundað fornleifarannsóknir á Flóres, sem gerðu uppgötvunina. Fundurinn var í hellaþyrpingu sem heitir Liang Bua. Bestu greinargerðina fyrir málinu öllu er að finna hér á vefsíðu Nature þar sem fundinum er ýtarlega lýst og hann settur í samhengi við fyrri þekkingu okkar á þróunarsögu mannkyns. Í DV á laugardaginn var góð samantekt um efnið, hin viðamesta sem birst hefur í íslenskum fjölmiðli. Vísindamenn vilja kalla hina nýju tegund Homo floresiensis og aðgreina hana þannig skýrt frá okkur - Homo sapiens - og sameiginlegum forfeðrum - eins og Homo erectus og Homo habilis. Fundur Homo floresiensis veldur því að skrifa verður þróunarsöguna upp á nýtt. Enginn átti von á því að samtímis hinu viti borna mannkyni hafi fyrir ekki lengri tíma en um tólf þúsund árum verið á dögum önnur manntegund sem einnig virðist hafa verið með verkfærni og nokkurt vit í kollinum. Það er alls ekki útilokað að á milli þeirra hafi verið samskipti. Við hljótum nú að endurskoða hugmyndir okkar um sérstöðu mannkynsins á jörðinni og í dýraríkinu. Fréttirnir af Flóreskyninu hafa rifjað upp að enn eru lifandi þar á eynni þjóðsögur um löngu útdautt smáfólk, dvergana Ebu Gogo. Kannski eru þetta ævagamlar minningar um Homo floresiensis. Hver veit. Samkvæmt sumum sögnum á þetta fólk að hafa verið til fyrir fimm hundruð árum, jafnvel síðar. Og þá er stutt í þá spurningu hvort afkomendur þess leynist enn í þéttum og órannsökuðum skógum Flóresar. Þótt yngstu beinaleifarnar, sem fundust á Flóres, séu um tólf þúsund ára gamlar gæti fólk af þessu kyni hafa verið uppi miklu nær okkur í tíma. Einhver frægasti líffræðingur samtímans, Richard Dawkins, var með vangaveltur af þessu tagi í Sunday Times fyrir rúmri viku og þegar annar eins maður og hann lætur slíkt eftir sér ætti minni spámönnum að vera óhætt að láta hugann reika. Homo floresiensis hlýtur líka að vekja upp guðfræðilegar spurningar með kristnu fólki. Við mennirnir erum samkvæmt Heilagri ritningu skapaðir í mynd guðs og það gerir okkur einstaka í veröldinni. Ritningin segir að við eigum að drottna á jörðinni og gera dýrin okkur undirgefin. Við erum með sál öndvert við sálarlausar skepnunar og okkur er búin vist á himnum, ef við njótum náðar og höfum iðkað líferni sem Drottni er þóknanlegt. Hvað með hina nýuppgötvuðu ættingja okkar? Eru þeir kannski nær því að vera dýr en menn? Voru þeir með sál? Hefur Drottinn gert ráð fyrir þeim í himnaríki? Úr því að þeir eru svona líkir manninum eru þeir þá ekki líka svipaðir Drottni sjálfum? Segjum svo að fólk af tegundinni Homo floresiensis birtist á meðal okkar? Mundum við telja að það ætti að njóta mannréttinda eða mundum við koma því fyrir í dýragarði? Það er ekki ætlunin að reyna að svara þessum spurningum hér, aðeins að vekja með lesendum hugrenningar um manninn, náttúruna og trúna í ljósi óvæntrar vísindalegrar uppgötvunar.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun