Jóhanna vill afsögn Þórólfs 5. nóvember 2004 00:01 Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira
Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Hiti gæti náð fimmtán stigum Veður Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Fleiri fréttir Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Sjá meira