Jóhanna vill afsögn Þórólfs 5. nóvember 2004 00:01 Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum. Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Þáttur Þórólfs Árnasonar í olíusamráðinu er óverjandi að mati Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún lýsti þeirri skoðun sinni á Alþingi í dag að honum væri ekki sætt í embætti borgarstjóra. Líkt og margir þingmenn í umræðum um málið í dag taldi hún samt ekki rétt að Þórólfur gyldi einn fyrir það sem kallað var aðför olíufélaganna að samfélaginu. Lúðvík Bergvinsson var málshefjandi að umræðu utandagskrár um skýrslu Samkeppnisstofnunar um samráð olíufélaganna. Notaði hann í framsögu sinni orð eins og velklæddir þjófar og samsæri gegn lífskjörum Íslendinga. Sagði hann Alþingis að tryggja að Samkeppnisstofnun hafi það svigrúm til að tryggja áframhaldandi aðhald á þessu sviði. Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra lofaði starf stofnunarinnar í þessu máli og sagði rannsókn ekki hafa tekið langan tíma miðað við umfang. Engu að síður væri nauðsynlegt að gera betur og efla stofnunina enn frekar því hún þurfi að hafa burði til að hafa frumkvæði að athugunum á einstökum mörkuðum, samhliða því sem öðrum sé sinnt. „Þess vegna hefur verið tekin ákvörðum um það af hálfu stjórnvalda að leggja fram frumvörp á næstunni þar sem tillögur er að finna um eflingu samkeppnisyfirvalda og skarpari löggjöf á því sviði,“ sagði Valgerður. Viðgengst samráð enn í dag? Hver ber ábyrgð á þessu öllu saman og hvert munu sektargreiðslur renna? Þetta eru meðal spurninga sem stjórnarandstaðan velti upp. Ögmundur Jónasson, Vinstri grænum, spurði hvað sé að gerast í höfði ráðherra ríkistjórnarinnar og hvaða lærdóm stjórnin skyldi draga af þessu máli. „Boðorð hennar númer eitt, tvö og þrjú er að koma öllum arðvænlegum eignum þjóðarinnar í hendur þessara aðila,“ sagði Ögmundur. Guðjón A Kristjánsson, Frjálslynda flokknum, sagði fæsta borgara varla hafa getað órað fyrir að starfsemi olíufélaganna væri eins lík „mafíustarfsemi“ og nú birtist í skýrslu Samkeppnisstofnunar. Jóhanna Sigurðardóttir, Samfylkingunni, sagði þátt borgarstjóra í málinu væri ekki hægt að verja. Hún kvaðst ekki sjá hvernig Þórólfi Árnasyni væri sætt í embættinu. „En það er ósanngjarnt að gera hann að blóraböggli á meðan öðrum er hlíft,“ sagði Jóhanna. Ekki voru allir jafn harðorðir sem tóku til máls um þetta mikla hneykslismál á þinginu í dag. Ýmsum sem á hlýddu þótti koma á óvart hversu mildir í máli stjórnarliðarnir voru og þá sérstaklega fulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Gunnar I. Birgisson sagði að í kjölfar skýrslunnar hafi ýmsir „farið um bæinn með snærishönkina undir hendinni til að hengja þá aðila sem hafi verið í skotlínu í þessu máli.“ Slíkt þætti honum óviðeigandi því enginn væri sekur uns sekt væri sönnuð. Einar Oddur Kristjánsson sagði málið líklega eftirhreyt að miklum umbreytingum sem orðið hafi á öllu viðskiptaumhverfi á Íslandi á undanförnum árum.
Fréttir Innlent Samráð olíufélaga Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda