Kaupmáttarrýrnun hjá kennurum 30. október 2004 00:01 Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira
Jón Pétur Zimsen, kennari sem á sæti í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur segir marga kennara lækka í launum ef miðlunartillaga sáttasemjara, sem hljóðar upp á 16,5 prósenta launahækkun, verði samþykkt. Þetta kom fram í fréttum Ríkisútvarpsins í gær. Hann segir kaupmáttaraukningu grunnskólakennara nánast enga á samningstímanum og að kaupmáttarrýrnun verði hjá helmingi grunnskólakennara, ef miðað sé við verðbólguspár. Þá munu laun þeirra kennara sem fá þrjá launaflokka eða meira úr launapotti lækka, þar sem tveir og hálfur launaflokkur verður festur í launatöflu. Þá verða 0,3 launaflokkar eftir í potti, sem skólastjórar hafa til ráðstöfunar. Eingreiðsla til kennara í lok verkfalls á að hækka um 30.000 krónur ef miðað er við tilboð ríkissáttasemjara frá síðustu viku og verður 130.000. Jón segir að breytingar á pottflokkum komi til lækkunar á þeirri upphæð. Við það að flytja launaflokka úr potti í launatöflu munu laun þeirra kennara hækka sem fá nú færri en tvo og hálfan launaflokk úr potti. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins segir laun ekki lækka við það að hækka, þó ekki sé alltaf hægt að reikna með áhrifum verðbólgu á kaupmátt. Hvað varðar breytingar á launum við það að launaflokkar úr potti séu festir í launatöflu segir hann það hafa verið kröfu grunnskólakennara. "Það var ein af forgangskröfum grunnskólakennara að færa pott inn í grunna. Við vildum koma pottflokkunum öllum inn í grunnlaun og það tekst ekki. Þeir sem eru með fjóra flokka í dag, geta verið með tvo flokka á næsta ári, og því er ekki hægt að svara því hvort laun lækka með þessum breytingum, því launaflokkar úr potti eru ekki fastir. Það er aðalmálið. Það verður til annar pottur, sem er minni, en úr honum fá menn eitthvað. Þessi breyting á pottflokkum mun ekki hafa áhrif á meðaltal heildarlauna yfir stéttina. En það er aldrei hægt að vita hver er að fá hvað á milli ára." Kauphækkun grunnskólakennara, samkvæmt miðlunartillögunni yrði mjög svipuð og hækkun kauptryggingar og annarra launaliða sjómanna sem samið var um í gær.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Fleiri fréttir 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Í fjórum vinnum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Sjá meira