Miðlunartillaga er neyðarúrræði 29. október 2004 00:01 Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988 sem og deilu starfsfólks í veitingahúsum og deilu starfsfólks við virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi fyrir nokkrum árum. Á vormánuðum ársins 1992 náðust heildarkjarasamningar aðila vinnumarkaðarins með tilstilli miðlunartillögu. Var það í fyrsta skipti sem miðlunartillöguformið var notað við svo víðtæka samninga. Þá hafði náðst samkomulag um alla þætti kjarasamnings aðra en launalið og samningstíma. Eins og áður sagði er miðlunartillaga ekki lögð fram nema í neyð. Vegna þessa hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu eftir að hafa kannað vel hug samningsaðila. Það er tillaga sem samninganefndir annað hvort játa eða neita. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara. Til þess að leysa erfiðar deilur getur ríkissáttasemjari einnig lagt fram hugmynd að viðræðugrundvelli og reynt þannig að þoka viðræðum áfram. Ef innanhússtillaga eða hugmynd ríkissáttasemjara að viðræðugrundvelli ber ekki árangur getur hann lagt fram miðlunartillögu líkt og nú var gert í deilu grunnskólakennara. . Skilyrði miðlunartillögu eru: A. Að viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur, þar á meðal sérmál, eða að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum í samræmi við viðræðuáætlun,B. að tíma, sem ætlaður er til viðræðna milli aðila án milligöngu sáttasemjara samkvæmt viðræðuáætlun, sé lokið án þess að samningar hafi tekist,C. Að sáttasemjari hafi leitað sátta milli allra samningsaðila sem eiga í hlut og telji ekki horfur á samkomulagi þeirra í milli,D. Að samningar hafi verið lausir um tíma þannig að samningsaðilum hafi gefist kostur á að þrýsta á um kröfur sínar,E. Að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir sáttasemjara sem þeim hafa verið kynntar beint eða opinberlega um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Miðlunartillaga er ekki lög fram nema samningsaðilar telji að aðrar leiðir hafi verið reyndar til þrautar. Samkvæmt upplýsingum frá Alþýðusambandi Íslands hefur ríkissáttasemjari lagt fram miðlunartillögu í nokkur skipti. Til dæmis var lögð fram slík tillaga í deilu verslunarmanna árið 1988 sem og deilu starfsfólks í veitingahúsum og deilu starfsfólks við virkjunarframkvæmdir á Suðurlandi fyrir nokkrum árum. Á vormánuðum ársins 1992 náðust heildarkjarasamningar aðila vinnumarkaðarins með tilstilli miðlunartillögu. Var það í fyrsta skipti sem miðlunartillöguformið var notað við svo víðtæka samninga. Þá hafði náðst samkomulag um alla þætti kjarasamnings aðra en launalið og samningstíma. Eins og áður sagði er miðlunartillaga ekki lögð fram nema í neyð. Vegna þessa hefur sú hefð myndast í kjaradeilum á síðustu áratugum að ríkissáttasemjari leggur fram svokallaða innanhússtillögu eftir að hafa kannað vel hug samningsaðila. Það er tillaga sem samninganefndir annað hvort játa eða neita. Sé innanhússtillaga samþykkt er kjarasamningur undirritaður með venjulegum fyrirvara. Til þess að leysa erfiðar deilur getur ríkissáttasemjari einnig lagt fram hugmynd að viðræðugrundvelli og reynt þannig að þoka viðræðum áfram. Ef innanhússtillaga eða hugmynd ríkissáttasemjara að viðræðugrundvelli ber ekki árangur getur hann lagt fram miðlunartillögu líkt og nú var gert í deilu grunnskólakennara. . Skilyrði miðlunartillögu eru: A. Að viðræður hafi átt sér stað um framlagðar kröfur, þar á meðal sérmál, eða að leitað hafi verið árangurslaust eftir viðræðum í samræmi við viðræðuáætlun,B. að tíma, sem ætlaður er til viðræðna milli aðila án milligöngu sáttasemjara samkvæmt viðræðuáætlun, sé lokið án þess að samningar hafi tekist,C. Að sáttasemjari hafi leitað sátta milli allra samningsaðila sem eiga í hlut og telji ekki horfur á samkomulagi þeirra í milli,D. Að samningar hafi verið lausir um tíma þannig að samningsaðilum hafi gefist kostur á að þrýsta á um kröfur sínar,E. Að aðilum vinnudeilu hafi gefist kostur á að koma á framfæri athugasemdum sínum við hugmyndir sáttasemjara sem þeim hafa verið kynntar beint eða opinberlega um að leggja fram sameiginlega miðlunartillögu.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira