Innlent

Skæður vírus kominn á kreik

Nýr og mjög skæður tölvuvírus er kominn á kreik og hefur hann þegar borist til Íslands. Sagt er frá þessu í danska blaðinu Politiken og sagt að þetta sé nýtt afbrigði af hinum skæða Bagle. Ef vírusinn er ræstur reynir hann að dreifa sér um tölvuna og opna bakdyr þannig að þessir óprúttnu aðilar geti misnotað hana síðar. Ef menn verða fyrir þessum vírusi er þeim ráðlagt að loka tengingunni við netið og láta hreinsa tölvuna. Bagle sendir tölvupóst með viðhengi og fyrirsögnum eins og RE. RE Hello, Re Thank You Re Thanks og Re hi. Þessar sendingar eiga menn semsagt að forðast að opna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×