Klapparstígur 11 rís úr öskustónni 25. október 2004 00:01 Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira
Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán
Hús og heimili Mest lesið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Lífið Miðasala á Björk hefst á morgun Tónlist Oprah sú valdamesta Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Sérhönnuð krem frá O´Keeffe´s fyrir þurra og sprungna húð Lífið kynningar Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Fleiri fréttir „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Sjá meira