Klapparstígur 11 rís úr öskustónni 25. október 2004 00:01 Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Húsið númer ellefu við Klapparstíg í Reykjavík hefur átt sín blóma- og hnignunarskeið á þeim tæpu hundrað árum sem liðin eru frá byggingu þess. Það er einkar reisulegt og þar eru sex íbúðir og iðnaðarhúsnæði. Nú standa yfir miklar og gagngerar endurbætur á því sem hófust á fyrra ári. "Húsið var að hruni komið og hélt hvorki vatni né vindi áður en ráðist var í viðgerðirnar," segir sr. Flosi Magnússon, einn íbúa hússins nú. Hann ber mikið lof á yfirsmiðinn, Friðbert Friðbertsson, sem hann segir völund mikinn. "Friðbert er búinn að vinna kraftaverk," segir klerkurinn. Húsaverndarsjóður Reykjavíkur og húsafriðunarnefnd styrkja þessa framkvæmd sem öll er hin faglegasta. Upphaflega stóð steinbær á þessari lóð og var hann kallaður Krókur. Magnús Egilsson tómthúsmaður byggði hann árið 1895 en bærinn var rifinn árið 1907. Þá reis þetta myndarlega hús sem enn stendur en ekki er vitað hver teiknaði það. Það er tvílyft íbúðarhús á kjallara og með portbyggðu risi og kvistum. Fyrstu eigendur þess voru Jóhannes Kr. Jóhannesson, Loftur Sigurðsson og Ari Arason. Árið 1917 var settur inngönguskúr á útitröppur við húsið og á honum voru þaksvalir. Í sömu úttekt er þess einnig getið að í kjallaranum sé fornsölubúð og að geymsluskúr hafi verið byggður á lóðinni. Árið 1915 keyptu Hannes Þorsteinsson þjóðskjalavörður og kona hans Jarþrúður Jónsdóttir húsið af hinu svokallað Milljónafélagi en rétta nafn félagsins var P.J. Thorsteinsson & Co. Nafn félagsins er tilkomið vegna þess að hlutafé þess átti að verða um ein milljón króna, sem þó varð ekki. Áðurnefnd Jarþrúður var bráðgáfuð kona og fékkst nokkuð við ljóðagerð. Hún hafði áður verið trúlofuð Þorsteini Erlingssyni skáldi. Skuggahverfið á sér líka sínar skuggahliðar og þetta hús gæti frá ýmsu sagt ef það mætti mæla. En nú er bjart yfir því og stutt í að stillansarnir hverfi. Þá kemur þokki þess og stílfegurð berlega í ljós.Klapparstígur 11 árið 2002.Smiðirnir og feðgarnir Friðbert Friðbertsson og Gísli Páll Friðbertsson. FleiriMynd/Stefán
Hús og heimili Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira