Innlent

Krónur og brýr án endurgreiðslu

Tannlæknar segja óréttlátt að Tryggingastofnun taki ekki þátt í niðurgreiðslu á tannkrónum og brúm fyrir eldri borgara, að sögn Gunnars Leifssonar, formanns upplýsinganefndar. Yfirtryggingatannlæknir hafi bent á að því þurfi að breyta. Það hefur þó ekki gerst enn. Gunnar segir að þjónusta við eldri borgara eigi vafalaust eftir að breytast mjög á næstu áratugum. Hlutfall eldra fólks með eigin tennur fari sívaxandi. Kröfur um almenn lífsgæði eigi ekki síður við hjá þessum hópi fólks heldur en öðrum. Því sé óréttlátt að Tryggingastofnun endurgreiði einungis fyrir heilgóma og parta en ekki föst tanngervi. Tannlæknafélag Íslands hefur boðað til málþings þar sem rædd verður spurningin hvort eldri borgarar séu afskiptir í tannlæknaþjónustu. Málþingið verður á Grand Hótel í Reykjavík á morgun frá klukkan 10 - 12.30. Það verður meðal annars rætt um meðferðarúrræði fyrir eldri borgara, svo og tannlækningar og sjúkdóma eldri borgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×