Öftust í forgangsröðinni 18. október 2004 00:01 Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir." Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira
Sum börn innan veggja almennra grunnskóla eiga við mun alvarlegri fötlun að stríða en börnin í sérskólum, segir Halldór Gunnarsson formaður Landssamtakanna Þroskahjálpar. "Ég hvet foreldra og skólastjórnendur að láta sem víðast reyna á undanþágur og tryggja með þeim hætti að enginn sem þurfi undanþágu fari á mis við hana," segir Halldór eftir að borgaryfirvöld ákváðu að fara að kröfum Kennarasambandsins um að kennarar á undanþágum gangi aftur til starfa á fullum launum. Ingibjörg Óskarsdóttir móðir Óskars Óla Erlendssonar, hreyfihamlaðs drengs sem stundar nám í Öskjuhlíðarskóla í Breiðholti, segir að þrátt fyrir að sótt hafi verið um undanþágur fyrir alla kennara sonar hennar hafi þeim tvívegis verið hafnað. Hún ætli að leita til borgaryfirvalda um að leysa vanda sonar hennar. Honum hafi farið aftur þann tíma sem hann hafi verið heima. "Ég finn fyrir aukinni vöðvaspennu hjá syni mínum. Hann er allur stífari og líður verr þegar tilbreytingarleysið er svona mikið," segir Ingibjörg. Enginn horfi til fatlaðra barna í almennum bekkjum grunnskólanna. Þau séu aftast í forgangsröðun sveitarfélaganna. Hún telji að þekkingarleysi á högum barnanna valdi því. Ingibjörg segir óskyljanlegt að þroskaþjálfar sem venjubundið vinni með hreyfihömluðum börnum fái ekki að sinna þeim vegna verkfalls kennaranna. Það strandi á því að kennarar beri ábyrgð á faglegu starfi hvers bekks. Ingibjörg hefur einungis komist til vinnu þrjá daga fyrstu fjórar vikur verkfallsins en hefur fengið konu til að gæta sonarins þessa viku. "Hún getur þó tæplega gefið Óskari Óla að borða og ég þarf því að vera með annan fótinn heimavið. Þó að fólk sé allt að vilja gert til að hjálpa þá dugir það ekki til. Sá sem gætir barnsins þarf að vera vanur og kunna á þarfir þess," segir Ingibjörg. Mæður hreyfihamlaðra barna séu ekki öflugur þrýstihópur en voni að málin leysist brátt: "Við eigum nóg með að komast í gegnum daginn. Við eigum ekki mikla krafta eftir."
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Sjá meira