Lög ekki til umræðu 18. október 2004 00:01 Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira
Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Gylfi Ægisson er látinn Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Innlent Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Innlent Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Innlent Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Erlent Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Innlent Fleiri fréttir Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Sjá meira