Lög ekki til umræðu 18. október 2004 00:01 Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira
Lög á kennaraverkfall eru ekki á borðum ríkisstjórnarinnar sem stendur, segir menntamálaráðherra, og telur sveitarfélögin hafa töluvert svigrúm til að leysa deiluna. Deilendur eru sammála um að lagasetning leysi ekki vandann. Þeir sátu árangurslausan sáttafund í dag en til nýs fundar hefur verið boðað á morgun. „Við gefumst ekki upp!“ hrópuðu kennarar að samningamönnum grunnskólakennara áður en þeir gengu til sáttafundar í dag, þess fyrsta sem ríkissáttasemjari boðar til í meira en viku, nú þegar fimmta vika verkfalls er hafin. Sveitarfélögin láta heldur engan bilbug á sér finna. Þannig hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga sent sinni samninganefnd sérstaka traustyfirlýsingu. Áróðursstríðið er í algleymingi. Hugsanleg lagasetning til að höggva á hnútinn er kominn inn í umræðuna. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambandsins, segir aðeins fresta vandanum, ekki leysa hann. Birgir Björn Sigurjónsson, formaður samninganefndar sveitarfélaga, segist líta svo á að lausnin sé aðeins hjá samningsaðilum. Það er ekki óþekkt að Alþingi stöðvi verkfall með lögum. Þannig hafa sjómannaverkföll undantekningalaust verið stöðvuð með lagasetningu undanfarinn áratug. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra segir að eins og staðan sé í dag muni ekki verða sett lög á kennaraverkfallið. „Við gerum þá kröfu, ekki aðeins sem stjórnvöld heldur líka fyrir almenning í landinu - fyrir börnin í landinu, fyrir fjölskyldurnar í landinu - að kennarar og sveitarfélögin fari að ná endum saman,“ segir ráðherra. Kennarar þrýsta enn á ríkisvaldið að koma að deilunni og kröfuspjöldum er beint gegn menntamálaráðherra. Hún segir að báðir aðilar verði að slá af kröfum sínum. Samningamenn kennara og sveitarfélaga voru í húsakynnum ríkissáttasemjara í þrjár klukkustundir í dag og hafa verið boðaðir til nýs sáttafundar á morgun. Það er þó ekki vísbending um að hreyfing hafi komist á mál því að sögn Birgis Björns Sigurjónssonar var ekki farið í nein efnisatriði á fundinum í dag.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Fleiri fréttir Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Sjá meira