Höfuðborgarholdsveikin Dagur B. Eggertsson skrifar 14. október 2004 00:01 Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ný sýn á almenningssjónvarp í almannaþágu, eða hvað? Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar Skoðun Nú þurfa foreldrar að vera hugrakkir Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Að vera manneskja Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Útúrsnúningur um „gigg-hagkerfið“ Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Árangur Eden stefnunnar - fimmtán ára saga á Íslandi Sigrún Huld Þorgrímsdóttir skrifar Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Brýn þörf á auknum fjárveitingum vegna sjávarflóða Anton Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur.
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili eða heimaþjónusta? –horfa verður á heildarmyndina Halldór S. Guðmundsson,Sigurveig H. Sigurðardóttir,Sirrý Sif Sigurlaugardóttir skrifar
Skoðun Nú er nóg komið af aðdróttunum og afvegaleiðingum körfuboltaþjálfarans Viðar Halldórsson skrifar