Höfuðborgarholdsveikin Dagur B. Eggertsson skrifar 14. október 2004 00:01 Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagur B. Eggertsson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Landbúnaðarrúnk Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson skrifar Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson skrifar Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson skrifar Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ríkið og Reykjavík - Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi Ég held það segi meira um íslenska pólitík en samgönguráðherra að hann sá sig því miður knúinn til að fylgja þessum góðu ákvörðunum úr hlaði með fúkyrðaflaumi í garð Reykjavíkurlistans. Er það virkilega ennþá dauðasynd að vera sammála yfir flokkslínur? Er það svo viðkvæmt að taka ákvarðanir sem koma íbúum höfuðborgarsvæðisins vel að það sé pólitísk nauðsyn að gera það undir formerkjum stríðs fremur en friðar? Þarf virkilega að nálgast framfaramál á höfuðborgarsvæðinu eins og holdsveiki á miðöldum? Ég vona að ég sé ekki að gera samgönguráðherra mikinn óleik með því að upplýsa að samstarf Reykjavíkurborgar við hann og ráðuneyti hans á þessu kjörtímabili hefur verið aldeilis prýðilegt. Hvort sem litið er til undirbúnings að byggingu Tónlistar- og ráðstefnuhúss, skilningi á hlutverki Reykjavíkur við að efla ferðaþjónustu um land allt yfir vetrarmánuðina eða bandalags um lagningu Sundabrautar hefur ekki gengið hnífurinn á milli. Mér finnst vissulega ennþá að eitt mikilvægasta hagsmunamál framtíðarinnar sé að flugvöllurinn í Vatnsmýri víki fyrir íbúabyggð og mér finnst óréttlátt að höfuðborgarsvæðið leggi til 75% bensíngjalda en aðeins 25% af Vegaáætlun renni til úrbóta þar. Það er hins vegar ekki síður mikilvægt að stjórnmálamenn starfi að sameiginlegum stefnumálum yfir flokkslínur og láti pólitíska andstæðinga njóta sannmælis þegar við á. Sturla Böðvarsson getur verið stoltur af loforði um úrbætur á Miklubraut-Kringlumýrarbraut og ég legg glaður með honum í brimskaflinn við að tryggja Sundabraut framgang. Samstaða samgönguráðherra og Reykjavíkurlistans við forgangsröðun framkvæmda er ekki feimnismál heldur fagnaðarefni. Það er með ólíkindum hvað það virðist mikið feimnismál þegar ráðherrar ríkisstjórnarinnar taka skynsamlegar ákvarðanir sem koma sér vel fyrir Reykjavík og höfuðborgarsvæðið. Gott dæmi um þetta birtist í vikunni. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra gaf frá sér þá ánægjulegu yfirlýsingu að úrbóta væri að vænta á gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar strax næsta vor. Í miðopnugrein í Morgunblaðinu tók ráðherrann undir þá niðurstöðu Reykjavíkurlistans að útvíkkun þessara fjölförnu gatnamóta væri fljótlegasta og besta lausnin til að greiða fyrir umferð og tryggja umferðaröryggi fremur en að bíða mislægra gatnamóta sem fyrst geta orðið að veruleika eftir fimm ár. Og ráðherra gekk lengra. Samhliða verður unnið markvisst að lagningu Sundabrautar, mikilvægustu samgönguframkvæmd landsins. Ég hefði ekki getað samið skynsamlegri yfirlýsingu sjálfur.
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar