Samningafundur eftir helgi

Samninganefndir sveitarfélaganna og kennara hafa verið boðaðar til fundar hjá Ríkissáttasemjara á mánudag. Þetta var ákveðið eftir óformlega fundi í gær. Eftir viðræður við samninganefndirnar, sitt í hvoru lagi, þótti sáttasemjara ekki ástæða til að boða fund fyrr. Eiríkur Jónsson, formaður Kennarasambands Íslands, sagði í gær að sér þætti ljóst að sveitarstjórnarmönnum stæði á sama um verkfallið því þeir kæmu ekkert til móts við kröfur þeirra.