Villandi málflutningur um fjárlög 6. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Fleiri fréttir Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Brennu–Njáls saga vekur alltaf lukku í Hvolsskóla Bresk freigáta í Akureyrarhöfn Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Beittur piparúða, hótað með rafbyssu og sveltur í fangaklefa Sendiferðabíll í ljósum logum á Reykjanesbraut Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Ástarbréf eru velkomin á héraðsskjalasöfn landsins Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Hinna látnu minnst í Flateyrarkirkju Sorg á Flateyri og rússnesk kjarnorkueldflaug Er enn að vinna úr því að hafa lifað Pirraðir læknar, efnahagurinn eftir áföll og húsnæði og lánakjör Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Áhugasamir smalahundar á námskeiði Eldur í bíl á Seltjarnarnesi Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Nánast enginn fái að kaupa íbúð Lögregla veitti eftirför um miðborgina Kona handtekin grunuð um að stinga sambýlismann sinn „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Sjá meira