Villandi málflutningur um fjárlög 6. október 2004 00:01 Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember. Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira
Geir H. Haarde, fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi til fjárlaga 2005 á Alþingi í gær. Varðist hann í ræðu sinni ásökunum sem fram hafa komið, um að mikill munur hafi einatt verið á niðurstöðutölu fjárlaga hans og þeirrar niðurstöðu sem blasi við í ríkisreikningi. Sagði hann slíkan samanburð "afar villandi og í raun ekki marktækan" væri ekki tekið með í reikninginn samþykktir Alþingis á fjáraukalögum. Enn þyngra vægju svo óreglulegir liðir sem væru gjaldfærðir en ekki greiddir úr ríkissjóði. Munaði þar mestu um lífeyrisskuldbindingar opinberra starfsmanna en mest hefðu verið gjaldfærðir 25 milljarðar á einu ári. "Villandi og óábyrg umfjöllun sumra þingmanna og fjölmiðla um þessi mál að undanförnu hefur ekki orðið þeim til álitsauka" sagði fjármálaráðherra. Geir H. Haarde fullyrti í ræðu sinni að miðað við ríkisreikning áranna 1998-2003 hefði tekjuafgangur á því sem hann kallaði raunverulegan rekstur ríkisins, þegar óreglulegir liðir hefðu verið dregnir frá verið 95 milljarðar króna eða 16 milljarðar í tekjuafgang á hverju ári. Jón Bjarnason, talsmaður vinstri-grænna sakaði ríkisstjórnina um að hygla þeim sem hæstar hafa tekjur: "Fátt eitt hefur staðist í fjárlagafrumvörpum undanfarinna ára annað en skerðingar á kjörum hinna lægst settu." Einar Már Sigurðarson, spurði fjármálaráðherra hvort það væri dæmi um aðhaldssemi í ríkisfjármálum að leggjast í byggingu 230 milljóna sendiherrabústaðar í Berlín. "Það er dæmigert fyrir Samfylkinguna að taka eitt slíkt dæmi út í 300 milljarða fjárlögum" sagði Geir Haarde og sagði að nauðsynlegt hefði verið að byggja á lóð sem íslenska ríkið hefði átt í Berlín nú, meðal annars vegna krafna skipulagsyfirvalda í borginni. Ólafur Davíðsson, núverandi ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu tekur við sendiherraembætti í Berlín í nóvember.
Fjárlagafrumvarp 2005 Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Fleiri fréttir Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Sjá meira