Sakna sveigjanleikans í starfinu 13. október 2005 14:44 Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg. Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira
Allur sveigjanleiki í starfi grunnskólakennara hvarf með síðasta kjarasamningi, segja Ingibjörg Soffía Sveinsdóttir og Aðalbjörg Ingadóttir kennarar í 2. og 3. bekk í Hamraskóla. Þær stöllur sátu ásamt fjölda kennara og mátu stöðu samningaviðræðnanna og verkfallsins í Verkfallsmiðstöð kennara í Borgartúni. Ingibjörg segir að áður hafi hún getað unnið heima en sú vinna sé nú bundin í grunnskólanum. "Frá því fyrir síðustu samninga gat ég haft börnin mín tvö í leikskóla til klukkan tvö, fyrir utan einn dag í viku þegar ég var á kennarafundum. Í dag er ég með leikskólapláss til klukkan hálf fimm. Ég get ekki unnið skemur í skólanum," segir Ingibjörg: "Ég vil geta valið um það hvenær ég undirbý mig sem er ekki reyndin í dag." Aðalbjörg segir ekki aðeins skorta á sveigjanleikann heldur sé búið að skerða alla undirbúningskennslu: "Verkstjórnartíminn sem skólastjórnendur hafa til umráða yfir kennurum tekur tíma frá undirbúningi fyrir almenna kennslu." Þær stöllur vilja þó taka þátt í uppbyggingu skólastarfsins. "En á mörgum stöðum er vinna við uppbyggingu orðin svo yfirdrifin. Við þurfum tíma til að meta hvað gekk vel og hvað gekk illa til að endurskoða kennsluna og auka gæði hennar," segir Aðalbjörg. "Síðan er foreldrasamstarfið mjög tímafrekt. Aðstæður barna eru oft á tíðum erfiðar," segja þær Ingibjörg og Aðalbjörg. Aukinn undirbúningur sé því nauðsynlegur svo þær geti sinnt starfi sínu af kostgæfni sem sé þeirra markmið. Þær segja kennara óánægða með síðasta kjarasamning. "Okkur finnst að skellt hafi verið á okkur mikilli vinnu fyrir litla launauppbót. Það er búið að lengja skólana um 10 daga og við fáum laun fyrir þá viðbót, en við fengum ekki eina einustu launahækkun. Að því leitinu til erum við kennarar ósáttir við samninginn," segir Aðalbjörg. Undir það tekur Ingibjörg.
Fréttir Innlent Kennaraverkfall Kjaramál Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Varað við ferðalögum víða um land Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Allt kapp lagt á að landsmenn komist heim fyrir jól Segir ríkisstjórnarsáttmálana keimlíka Eitt Egilsstaðaflug en annars öllu aflýst Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Sjá meira