Þingflokkur sýnir tennurnar 29. september 2004 00:01 "Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira
"Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Sjá meira