Þingflokkur sýnir tennurnar 29. september 2004 00:01 "Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn. Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira
"Stjórn þingflokksins lagði ekki upp í veturinn nema sýna tennurnar á þennan hátt," segir Guðni Ágústsson, varaformaður Framsóknarflokksins. "Kristinn hefur auðvitað nánast verið utan við flokkinn í mörgum stórum málum og haft sérskoðanir á flestum hlutum," segir Guðni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ákvað á þriðjudag að útiloka Kristin H. Gunnarsson þingmann frá öllum fastanefndum þingsins. Albertína Elíasdóttir, formaður Félags ungra framsóknarmanna á norðanverðum Vestfjörðum, segir að margir Vestfirðingar hafi orðið orðlausir við fregnirnar. "Ég veit ekki hvernig hægt er að bregðast við þessu. Þetta verður mikill missir fyrir Vestfirðinga. Þótt Kristinn tilheyri enn þingflokknum er ljóst að erfitt verður fyrir hann að koma að málum innan þingflokksins því hann hefur ekki aðgang að neinum nefndum," segir hún. Albertína segir að Kristinn hafi sterkt bakland á Vestfjörðum, sérstaklega í Bolungarvík. "Þetta á eftir að hafa neikvæð áhrif á flokkinn.Við vonumst til þess að forusta Framsóknarflokksins muni mæta vestur og útskýra fyrir fólki hvernig hún ætli að byggja flokkinn upp hér á svæðinu. Þeir hafa ekki útskýrt ákvörðun sína nægilega vel," segir hún. Spurður hvort hann vildi sjá Kristin í öðrum flokki segist Guðni hafa bundið mikla trú við Kristin þegar hann kom yfir í Framsóknarflokkinn úr Alþýðubandalaginu fyrir sex árum. "En einhvern veginn hefur þetta því miður farið á annan veg og miklar deilur risið í kringum vin minn, Kristin. Hann hefur sterkar skoðanir á flestum málum og gætir kannski ekki meðalhófs," segir Guðni. Spurður í framhaldi af því hvort ekki sé leyfilegt innan Framsóknarflokksins að hafa sterkar skoðanir segir hann að svo sé. "En menn verða að gæta trúnaðar við flokkinn og félaga sína," bætir hann við. "Þingflokkur er auðvitað vinnustaður þar sem menn hafa skiptar skoðanir en í meginatriðum verða menn að vinna saman svo lífið gangi sinn gang í sátt." Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra sagðist í samtali við Fréttablaðið styðja ákvörðun þingflokksins. "Það hafa verið samstarfserfiðleikar og trúnaðarbrestur hefur orðið," segir Halldór. Spurður um gagnrýni flokksmanna á það að ekki sé rúm fyrir nema eina rödd innan flokksins segir hann að alla tíð hafi verið fullt skoðanafrelsi í Framsókn.
Framsóknarflokkurinn Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Sjá meira