Það þarf að breyta skipulaginu 24. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir misheppnaðan sáttafund í gær er ljóst að kennaradeilan verður í hnút næstu daga og jafnvel vikur. Það eru dapurlegar fréttir fyrir þjóðfélagið allt. Og í rauninni óviðunandi að við bjóðum börnum okkar upp á þetta. Vandinn er bara sá að svo breitt bil er á milli deilenda að erfitt er að sjá þeir hvernig þeir eiga að ná samkomulagi. Kennarar hafa komið sér í þá stöðu að þeir eiga erfitt með að samþykkja tilboð sem miðast við svipaðar kjarabætur og aðrir launþegar hafa verið að fá. Og gangi sveitarfélögin of langt til móts við kröfur kennara leiðir það af sér uppnám á almennum vinnumarkaði. Lausnin mun að líkindum liggja í breytingum á vinnufyrirkomulagi en hætt er við að það taki nokkurn tíma að útfæra viðunandi lausnir á því sviði. Ekki er við því að búast að viðsemjendur í kennaradeilunni komi fram með eitthvert nýstárlegt útspil. Það kæmi að minnsta kosti mjög á óvart. Launanefnd sveitarfélaga er málsvari ólíkra aðila og hefur hvorki skipulagslegan styrk né pólitískt umboð til að láta sér detta í hug óvenjulegar eða róttækar lausnir. Kennarasamtökin hafa um árabil verið meðal íhaldssömustu stéttarsamtaka landsins og með fullri virðingu fyrir þeim mun óhætt að segja ekki sé von á nýmælum úr þeirri átt. Aftur á móti hafa kennaradeilur stundum leyst úr læðingi hugmyndir og framkvæmdir sem til framfara hafa orðið. Kennaraverkfallið haustið 1984 varð þannig hvati að stofnun nýs einkaskóla, Tjarnarskóla, og deilan sem stendur yfir hefur kveikt áhugaverðar umræður í blöðum um nauðsyn skipulagsbreytinga í skólamálum. Hefur ungt fólk í Frjálshyggjufélaginu til dæmis viðrað að nýju hugmyndina um ávísanakerfi, frelsi til handa foreldrum skólabarna til að kaupa menntun þar sem hún býðst best. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins, benti á það hér í blaðinu í gær að til þess að bæta kjör kennara verulega þyrfti að breyta skipulaginu sem skólakerfið byggir á. Í stað miðstýrðra samninga vekur hann athygli á kostum beinna samninga í hverjum skóla. Hann telur nauðsynlegt að fjölga einkaskólum og gefa þeim og ríkisskólunum frjálsari hendur en þeir hafa nú til að fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þorvaldur Gylfason segir að skipulagsbreytingu skólamálanna þurfi að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annað hvort frá almannavaldinu eða að skólunum yrði leyft að afla fjár á eigin spýtur, til dæmis með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og hann segir að mjög hafi færst í vöxt í framhaldsskólum og háskólum í nálægum löndum. Bendir Þorvaldur í þessu sambandi á að nú þegar kaupi foreldrar margs konar viðbótarmenntun börnum sínum til handa. Engum dettur í hug að leggja til að skólakerfi okkar verði umturnað í einu vetfangi. Allar breytingar þurfa að gerast í áföngum með eðlilegum hætti og finna sér farveg samráðs og skoðanaskipta. En kennaradeilan beinir sjónum að því að raunveruleg umskipti verða ekki á kjörum kennara nema menn þori að velta fyrir sér og rökræða róttækar hugmyndir um skólakerfið og skipulag þess. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Eftir misheppnaðan sáttafund í gær er ljóst að kennaradeilan verður í hnút næstu daga og jafnvel vikur. Það eru dapurlegar fréttir fyrir þjóðfélagið allt. Og í rauninni óviðunandi að við bjóðum börnum okkar upp á þetta. Vandinn er bara sá að svo breitt bil er á milli deilenda að erfitt er að sjá þeir hvernig þeir eiga að ná samkomulagi. Kennarar hafa komið sér í þá stöðu að þeir eiga erfitt með að samþykkja tilboð sem miðast við svipaðar kjarabætur og aðrir launþegar hafa verið að fá. Og gangi sveitarfélögin of langt til móts við kröfur kennara leiðir það af sér uppnám á almennum vinnumarkaði. Lausnin mun að líkindum liggja í breytingum á vinnufyrirkomulagi en hætt er við að það taki nokkurn tíma að útfæra viðunandi lausnir á því sviði. Ekki er við því að búast að viðsemjendur í kennaradeilunni komi fram með eitthvert nýstárlegt útspil. Það kæmi að minnsta kosti mjög á óvart. Launanefnd sveitarfélaga er málsvari ólíkra aðila og hefur hvorki skipulagslegan styrk né pólitískt umboð til að láta sér detta í hug óvenjulegar eða róttækar lausnir. Kennarasamtökin hafa um árabil verið meðal íhaldssömustu stéttarsamtaka landsins og með fullri virðingu fyrir þeim mun óhætt að segja ekki sé von á nýmælum úr þeirri átt. Aftur á móti hafa kennaradeilur stundum leyst úr læðingi hugmyndir og framkvæmdir sem til framfara hafa orðið. Kennaraverkfallið haustið 1984 varð þannig hvati að stofnun nýs einkaskóla, Tjarnarskóla, og deilan sem stendur yfir hefur kveikt áhugaverðar umræður í blöðum um nauðsyn skipulagsbreytinga í skólamálum. Hefur ungt fólk í Frjálshyggjufélaginu til dæmis viðrað að nýju hugmyndina um ávísanakerfi, frelsi til handa foreldrum skólabarna til að kaupa menntun þar sem hún býðst best. Þorvaldur Gylfason hagfræðingur, fastur pistlahöfundur Fréttablaðsins, benti á það hér í blaðinu í gær að til þess að bæta kjör kennara verulega þyrfti að breyta skipulaginu sem skólakerfið byggir á. Í stað miðstýrðra samninga vekur hann athygli á kostum beinna samninga í hverjum skóla. Hann telur nauðsynlegt að fjölga einkaskólum og gefa þeim og ríkisskólunum frjálsari hendur en þeir hafa nú til að fara eigin leiðir til að koma til móts við óskir og þarfir barna og foreldra. Þorvaldur Gylfason segir að skipulagsbreytingu skólamálanna þurfi að fylgja aukið fjárstreymi til menntamála. Annað hvort frá almannavaldinu eða að skólunum yrði leyft að afla fjár á eigin spýtur, til dæmis með því að leggja hófleg gjöld á nemendur eða stofna til samstarfs við einkafyrirtæki eins og hann segir að mjög hafi færst í vöxt í framhaldsskólum og háskólum í nálægum löndum. Bendir Þorvaldur í þessu sambandi á að nú þegar kaupi foreldrar margs konar viðbótarmenntun börnum sínum til handa. Engum dettur í hug að leggja til að skólakerfi okkar verði umturnað í einu vetfangi. Allar breytingar þurfa að gerast í áföngum með eðlilegum hætti og finna sér farveg samráðs og skoðanaskipta. En kennaradeilan beinir sjónum að því að raunveruleg umskipti verða ekki á kjörum kennara nema menn þori að velta fyrir sér og rökræða róttækar hugmyndir um skólakerfið og skipulag þess.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu Skoðun
Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir Skoðun