Fylgi við stjórnarflokkana eykst 19. september 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Telur að meðleigjandinn hafi kveikt í Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ Sjá meira