Fylgi við stjórnarflokkana eykst 19. september 2004 00:01 Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Ríkisstjórnarflokkarnir tveir, Framsóknarflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn, bæta við sig rúmlega 8,6 prósentustiga fylgi samanlagt frá því í júlí samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Flokkarnir mælast nú saman með 48,4 prósenta fylgi, voru með 39,8 prósenta fylgi samkvæmt könnun blaðsins í júlí en fengu 51,4 prósent atkvæða í síðustu kosningum. Spurt var sérstaklega um afstöðu til ríkisstjórnarinnar. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar sögðust 51,9 prósent þeirra sem tóku afstöðu andvíg ríkisstjórninni en 48,1 prósent sagðist fylgjandi henni. Framsóknarflokkurinn hefur nær tvöfaldað fylgi sitt frá því í júlí en hefur þó ekki náð sama fylgi og í síðustu alþingiskosningum samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Framsókn mældist með 13,5 prósenta fylgi nú en var með 7,5 samkvæmt könnun blaðsins í júlí. Flokkurinn fékk 17,7 prósent atkvæða í alþingiskosningunum á síðasta ári. Sjálfstæðisflokkurinn eykur lítillega við fylgi sitt frá því í júlí, samkvæmt könnuninni, og mælist nú með 34,9 prósenta fylgi, sem er rétt rúmu prósentustigi meira en í síðustu alþingiskosningum og 2,6 prósentustigum hærra en í júlí. Stjórnarandstöðuflokkarnir hafa allir tapað fylgi frá því í júlí samkvæmt könnuninni. Samfylkingin mældist með 28,6 prósenta fylgi nú, var með 31,3 prósenta fylgi í júlí en hlaut 31 prósent atkvæða í alþingiskosningum. Frjálslyndi flokkurinn er samkvæmt könnuninni nú með 6,1 prósents fylgi, sem er rúmum 2 prósentustigum minna en í síðustu könnun. Flokkurinn fékk 7,4 prósent atkvæða í síðustu þingkosningum. Vinstri grænir mældust með fjórum prósentustigum minna fylgi nú en í júlí en eru með 16,5 prósenta fylgi samkvæmt könnuninni. Það er samt 7,7 prósentustigum meira en fylgi flokksins í þingkosningunum í fyrra. Ef gengið hefði verið til kosninga nú hefðu stjórnarflokkarnir tveir því ekki getað myndað meirihluta samkvæmt könnuninni. Þeir hefðu fengið 31 þingmann en eru með 34 nú. Alls voru 800 spurðir í könnuninni og tóku um 64 prósent þeirra afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Stj.mál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira